Telja dulin yfirráð bankanna vandamál Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 31. mars 2012 12:00 Dulin yfirráð. Sjötíu prósent stjórnenda í íslensku atvinnulífi telja að dulin yfirráð banka yfir fyrirtækjum séu vandamál. Nærri þriðja hvert stórfyrirtæki í landinu er undir beinum yfirráðum bankanna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samkeppniseftirlitsins sem kemur formlega út eftir helgi - og ber hið lítt stofnanalega heiti Endurreisn fyrirtækja - aflaklær eða uppvakningar. Eftirlitið skilgreinir það dulin yfirráð þegar stjórnendur og formlegir eigendur fyrirtækja hafa takmarkað forræði yfir starfsemi viðkomandi fyrirtækis nema með aðkomu banka eða annarra kröfuhafa. Eftirlitið hefur að undanförnu verið að skoða það sérstaklega hvort bankar ráði í raun yfir fyrirtækjum samkvæmt samkeppnislögum - jafnvel þótt þeir séu ekki formlegir eigendur. Þetta telur eftirlitið að sé sérstaklega mikilvæg spurning um þessar mundir í ljósi mikillar skuldsetningar fyrirtækja. Afleiðingar þess geti verið að bankar geti haft áhrif á rekstur skuldugra fyrirtækja í gegnum skilmála í lánasamningum og gjaldfellingarákvæði. Könnun eftirlitsins sýnir að það sé mat mikils meirihluta stjórnenda stærri fyrirtækja, eða 70%, að dulin yfirráð banka yfir fyrirtækjum sé vandamál í íslensku atvinnulífi. Jafnframt telja tæplega fjórðungur stjórnenda að bankar ráði með duldum hætti þeirra eigin fyrirtæki. Þetta komi meðal annars fram í skriflegum athugasemdum stjórnenda um að í mjög skuldsettum félögum séu nánast allar ákvarðanir háðar samþykki bankans. Í einni slíkri sagði að "slíkt kunni að vera eðlilegt en þegar bera þurfi litlar viðhaldsfjárfestingar undir bankastarfsmenn sé nokkuð langt gengið. Bankarnir séu þannig í raun orðnir þátttakendur í samkeppni á mörkuðum án þess að þeir séu formlegir eigendur. Bein tilvitnun í athugasemd stjórnanda hljóðar svo: Ofurskilyrði bankanna þýða í raun að stjórn félagsins getur sig nánast hvergi hreyft nema að fá til þess samþykki bankans. Verulega hefur þó dregið úr beinum ítökum banka í stærri fyrirtækjum á Íslandi frá hruni. Í janúar 2009 höfðu bankar ráðandi stöðu í nærri 70% stærri fyrirtækja á Íslandi, fyrir ári var hlutfallið komið niður í tæpan helming en núna í janúar á þessu ári réðu bankar mestu í 27% af stærstu fyrirtækjum landsins. Samkeppniseftirlitið tekur þó fram að þessi staða gæti breyst skjótt til hins verra vegna mikillar skuldsetningar margra fyrirtækja. Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Sjá meira
Sjötíu prósent stjórnenda í íslensku atvinnulífi telja að dulin yfirráð banka yfir fyrirtækjum séu vandamál. Nærri þriðja hvert stórfyrirtæki í landinu er undir beinum yfirráðum bankanna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samkeppniseftirlitsins sem kemur formlega út eftir helgi - og ber hið lítt stofnanalega heiti Endurreisn fyrirtækja - aflaklær eða uppvakningar. Eftirlitið skilgreinir það dulin yfirráð þegar stjórnendur og formlegir eigendur fyrirtækja hafa takmarkað forræði yfir starfsemi viðkomandi fyrirtækis nema með aðkomu banka eða annarra kröfuhafa. Eftirlitið hefur að undanförnu verið að skoða það sérstaklega hvort bankar ráði í raun yfir fyrirtækjum samkvæmt samkeppnislögum - jafnvel þótt þeir séu ekki formlegir eigendur. Þetta telur eftirlitið að sé sérstaklega mikilvæg spurning um þessar mundir í ljósi mikillar skuldsetningar fyrirtækja. Afleiðingar þess geti verið að bankar geti haft áhrif á rekstur skuldugra fyrirtækja í gegnum skilmála í lánasamningum og gjaldfellingarákvæði. Könnun eftirlitsins sýnir að það sé mat mikils meirihluta stjórnenda stærri fyrirtækja, eða 70%, að dulin yfirráð banka yfir fyrirtækjum sé vandamál í íslensku atvinnulífi. Jafnframt telja tæplega fjórðungur stjórnenda að bankar ráði með duldum hætti þeirra eigin fyrirtæki. Þetta komi meðal annars fram í skriflegum athugasemdum stjórnenda um að í mjög skuldsettum félögum séu nánast allar ákvarðanir háðar samþykki bankans. Í einni slíkri sagði að "slíkt kunni að vera eðlilegt en þegar bera þurfi litlar viðhaldsfjárfestingar undir bankastarfsmenn sé nokkuð langt gengið. Bankarnir séu þannig í raun orðnir þátttakendur í samkeppni á mörkuðum án þess að þeir séu formlegir eigendur. Bein tilvitnun í athugasemd stjórnanda hljóðar svo: Ofurskilyrði bankanna þýða í raun að stjórn félagsins getur sig nánast hvergi hreyft nema að fá til þess samþykki bankans. Verulega hefur þó dregið úr beinum ítökum banka í stærri fyrirtækjum á Íslandi frá hruni. Í janúar 2009 höfðu bankar ráðandi stöðu í nærri 70% stærri fyrirtækja á Íslandi, fyrir ári var hlutfallið komið niður í tæpan helming en núna í janúar á þessu ári réðu bankar mestu í 27% af stærstu fyrirtækjum landsins. Samkeppniseftirlitið tekur þó fram að þessi staða gæti breyst skjótt til hins verra vegna mikillar skuldsetningar margra fyrirtækja.
Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Sjá meira