Huang Nubo reisir heilsuþorp í Kína í stað Íslands 5. apríl 2012 15:06 Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo hefur gert samkomulag við yfirvöld í suðvesturhluta Kína um uppbyggingu heilsuþorps í anda þess sem hann hugðist reisa á Grímsstöðum á Fjöllum en var neitað af innanríkisráðherra á sínum tíma. Á fréttasíðunni crienglish.com kemur fram að fjárfestirinn stefni á að reisa nokkurskonar heilsuþorp á sextíu ferkílómetra svæði í bænum Pu´er í Yunna héraði sem liggur að landamærum Myanmar, Laos, og Víetnam. Áætlað er að heildarfjárfestingin nemi átta milljörðum dollara en Nubo er sagður leita fleiri fjárfesta til þess að koma að uppbyggingu þorpsins. Í byrjun febrúar greindi fréttastofa Stöðvar 2 frá því að Sveitarfélagið Norðurþing íhugaði að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum með láni frá Huang Nubo og leigja honum hana síðan. Sveitarfélagið myndi þá eiga jörðina á móti ríkinu sem á fjórðungshlut. Bæjarstjóri Norðurþings fór sérstaklega til Peking til að hitta Nubo og ræða hugsanleg viðskipti. Kaupsamningur milli kínverska fjárfestisins Huang Nubo og landeigenda Grímsstaða á Fjöllum hljóðaði upp á 800 milljónir króna fyrir 72 prósenta hlut í jörðinni. Ríkið hefði þá átt 25 prósent og þá eru 3 prósent í eigu einstaklinga á svæðinu. Ekki er ljóst hvort þessi áform hafi verið slegin út af borðinu í ljósi fregna af risafjárfestingu Nubo í Yunna héraðinu. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo hefur gert samkomulag við yfirvöld í suðvesturhluta Kína um uppbyggingu heilsuþorps í anda þess sem hann hugðist reisa á Grímsstöðum á Fjöllum en var neitað af innanríkisráðherra á sínum tíma. Á fréttasíðunni crienglish.com kemur fram að fjárfestirinn stefni á að reisa nokkurskonar heilsuþorp á sextíu ferkílómetra svæði í bænum Pu´er í Yunna héraði sem liggur að landamærum Myanmar, Laos, og Víetnam. Áætlað er að heildarfjárfestingin nemi átta milljörðum dollara en Nubo er sagður leita fleiri fjárfesta til þess að koma að uppbyggingu þorpsins. Í byrjun febrúar greindi fréttastofa Stöðvar 2 frá því að Sveitarfélagið Norðurþing íhugaði að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum með láni frá Huang Nubo og leigja honum hana síðan. Sveitarfélagið myndi þá eiga jörðina á móti ríkinu sem á fjórðungshlut. Bæjarstjóri Norðurþings fór sérstaklega til Peking til að hitta Nubo og ræða hugsanleg viðskipti. Kaupsamningur milli kínverska fjárfestisins Huang Nubo og landeigenda Grímsstaða á Fjöllum hljóðaði upp á 800 milljónir króna fyrir 72 prósenta hlut í jörðinni. Ríkið hefði þá átt 25 prósent og þá eru 3 prósent í eigu einstaklinga á svæðinu. Ekki er ljóst hvort þessi áform hafi verið slegin út af borðinu í ljósi fregna af risafjárfestingu Nubo í Yunna héraðinu.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira