Arion banki hefur stefnt Boga Pálssyni, fjárfesti og fyrrverandi forstjóra Toyota, í Denver í Colorado í Bandaríkjunum. Stefnan er vegna viðskipta með svefnrannsóknarfyrirtækið Flögu Group en bankinn telur Boga hafa blekkt bankann og gerst sekur um fjársvik þegar hann keypti skuldir fyrirtækisins af bankanum með afslætti árið 2011. Frá þessu er greint í DV í dag, þar sem ítarlega er fjallað um viðskiptin með Flögu.
Bogi var einn af stærstu hluthöfum Flögu og stjórnarformaður þess á árunum fyrir hrun fjármálakerfisins haustið 2008.
Stefnan gegn Boga, tveimur eignarhaldsfélögum sem hann stýrir og fyrrverandi framkvæmdastjóra Flögu Group, Bandaríkjamanninum David Baker, er þrettán síður að því er fram kemur í DV, en blaðið hefur stefnuna undir höndum. Stefnan er dagsett 12. desember 2011. Málið er nú fyrir dómi í Denver eftir þingfestingu þess og fer fram gagnaöflun fyrir flutning þess, að því er segir í DV.
Haraldur Guðni Eiðsson, hjá samskiptasviði Arion banka, vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði viðbragða hjá Arion banka í morgun. Hann sagði málið verið í hefðbundnum farvegi dómsmáls í Bandaríkjunum, og að enginn að hálfu bankans myndi tjá sig um málið meðan svo væri.
Arion banki stefnir Boga Pálssyni í Bandaríkjunum
Magnús Halldórsson skrifar

Mest lesið

Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða
Viðskipti innlent


Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda
Viðskipti innlent

Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur
Viðskipti innlent

Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi
Viðskipti erlent

Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið
Viðskipti innlent

HBO Max streymisveitan komin til Íslands
Viðskipti innlent

Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play
Viðskipti innlent

Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur
Viðskipti innlent

Fleiri fréttir
