Viðskipti innlent

Grænar tölur hækkunar í kauphöllinni

Magnús Halldórsson skrifar
Hlutabréf hjá flestum fyrirtækjum í Nasdaq OMX kauphöll Íslands, hækkuðu umtalsvert í dag, en mesta hækkunin var á bréfum Össurar, eða um 2,22 prósent. Gengi bréfa félagsins er nú 184. Þá hækkaði gengi bréf Haga um 0,23 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 21,35.

Gengi bréfa Icelandair Group hækkaði um 0,64 prósent í dag og er gengi bréfa félagsins nú 7,85. Gengi bréfa Marels hækkuðu um 0,38 prósent og er gengið nú 130,5.

Lokagengi Eimskipafélags Íslands á fyrsta degi í viðskiptum var 225 en upphafsgengi við skráningu var 208.

Sjá má ítarupplýsingar um gang mála á íslenska markaðnum hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×