Vogunarsjóðir með gríðarleg ítök í íslensku viðskiptalífi Magnús Halldórsson. skrifar 16. nóvember 2012 22:41 Vogunarsjóðir í umsjá bandaríska sjóðstýringarfyrirtækisins Davidson Kempner eru með gríðarleg ítök í íslensku viðskiptalífi, og sjóðir á vegum þess eru meðal stærstu almennu kröfuhafa í bú föllnu bankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans. Þá eiga sjóðirnir stóra óbeina hluti í mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins. Ítarleg úttekt um fjárfestingar vogunarsjóða á vegum bandaríska sjóðstýringarfyrirtækisins Davidson Kempner mun birtast í nýrri helgarútgáfu Fréttablaðsins á morgun, en sjóðirnir hafa verið gríðarlega umfangsmiklir í kaupum á kröfum í þrotabú hinna föllnu banka, og hafa auk þess mikil ítök í íslensku viðskiptalífi í gegnum beint og óbeint eignarhald á fyrirtækjum. Þeir eru stærsti einstaki kröfuhafi Glitnis, á meðal allra stærstu kröfuhafa Kaupþings, eiga stórar kröfur á Landsbankann, á meðal stærstu eigenda Straums fjárfestingabanka og Klakka, áður Exista, og hafa verið að kaupa upp hluti í Bakkavör Group af miklum móð, svo eitthvað sé nefnt. Hagsmunir Davidson Kempner á Íslandi eru flestir í gegnum írskt skúffufyrirtæki, Burlington Loan Management Ltd., sem hefur fjárfest fyrir um tvo milljarða dala, tæplega 250 milljarða króna, á síðustu þremur árum. Í ársreikningnum kemur fram að 38 prósent allra fjárfestinga sjóðsins hafi verið á Íslandi. Það þýðir að hann hafi fjárfest hérlendis fyrir rúmlega 94 milljarða króna. Stærstur hluti fjárfestinga Burlington er í fjármálafyrirtækjum. Gangi nauðasamningar Glitnis og Kaupþings í gegn líkt og stefnt er að á næstu mánuðum, og kröfum verður í kjölfarið breytt í hlutafé, mun Davidson Kempner og sjóðir þess vera beinn eða óbeinn eigandi að gríðarlega stórum hluta íslensks fjármála- og viðskiptalífs. Ítarlega verður fjallað um umsvif Davidson Kempner á Íslandi í helgarblaði Fréttablaðsins sem kemur út með nýju útliti, á morgun. Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Neytendur Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Vogunarsjóðir í umsjá bandaríska sjóðstýringarfyrirtækisins Davidson Kempner eru með gríðarleg ítök í íslensku viðskiptalífi, og sjóðir á vegum þess eru meðal stærstu almennu kröfuhafa í bú föllnu bankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans. Þá eiga sjóðirnir stóra óbeina hluti í mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins. Ítarleg úttekt um fjárfestingar vogunarsjóða á vegum bandaríska sjóðstýringarfyrirtækisins Davidson Kempner mun birtast í nýrri helgarútgáfu Fréttablaðsins á morgun, en sjóðirnir hafa verið gríðarlega umfangsmiklir í kaupum á kröfum í þrotabú hinna föllnu banka, og hafa auk þess mikil ítök í íslensku viðskiptalífi í gegnum beint og óbeint eignarhald á fyrirtækjum. Þeir eru stærsti einstaki kröfuhafi Glitnis, á meðal allra stærstu kröfuhafa Kaupþings, eiga stórar kröfur á Landsbankann, á meðal stærstu eigenda Straums fjárfestingabanka og Klakka, áður Exista, og hafa verið að kaupa upp hluti í Bakkavör Group af miklum móð, svo eitthvað sé nefnt. Hagsmunir Davidson Kempner á Íslandi eru flestir í gegnum írskt skúffufyrirtæki, Burlington Loan Management Ltd., sem hefur fjárfest fyrir um tvo milljarða dala, tæplega 250 milljarða króna, á síðustu þremur árum. Í ársreikningnum kemur fram að 38 prósent allra fjárfestinga sjóðsins hafi verið á Íslandi. Það þýðir að hann hafi fjárfest hérlendis fyrir rúmlega 94 milljarða króna. Stærstur hluti fjárfestinga Burlington er í fjármálafyrirtækjum. Gangi nauðasamningar Glitnis og Kaupþings í gegn líkt og stefnt er að á næstu mánuðum, og kröfum verður í kjölfarið breytt í hlutafé, mun Davidson Kempner og sjóðir þess vera beinn eða óbeinn eigandi að gríðarlega stórum hluta íslensks fjármála- og viðskiptalífs. Ítarlega verður fjallað um umsvif Davidson Kempner á Íslandi í helgarblaði Fréttablaðsins sem kemur út með nýju útliti, á morgun.
Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Neytendur Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira