Viðskipti innlent

Íslendingar verulega svartsýnir í mars

Íslendingar eru orðnir mun svartsýnni en þeir hafa verið á undanförnum mánuðum. Þetta kemur fram í væntingavísitölu Capacent Gallup.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að væntingavísitalan lækkaði um 11 stig í mars frá fyrra mánuði og mældist 65,7 stig. Þessi vísitalan hafði annars hækkað stöðugt frá því í nóvember s.l.

Þegar væntingavísitalan er undir 100 stigum eru fleiri neikvæðir en jákvæðir og hefur vísitalan verið það allt frá því í febrúar árið 2008.

Greiningin segir að það komi ekki á óvart að væntingar íslenskra neytenda séu að lækka í marsmánuði þegar horft er til þess að krónan hefur verið í miklum veikingarham. Krónan hefur veikst um tæp 4% frá því um miðjan febrúar. Sagan sýnir að vísitalan hefur sterka fylgni við gengi krónunnar.

Þá hafa verðbólguhorfur versnað umtalsvert upp á síðkastið og vextir hækkað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×