Viðskipti innlent

Fengu 79 tilboð í gjaldeyrisútboði

Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankinn stóð í dag fyrir gjaldeyrisútboðum um kaup á evrum og íslenskum krónum. Í fyrra útboðinu bauðst bankinn til að kaupa evrur fyrir ríkisskuldabréf og íslenskar krónur. Bárust 79 tilboð að fjárhæð 92,9 milljóna evra og var tilboðum að fjárhæð 22,5 milljónum evra tekið fyrir 239 krónur fyrir hverja evru. Í seinna útboðinu bauðst bankinn til að kaupa krónur fyrir evrur og alls bárust tilboð að fjárhæð 26,3 milljörðum króna og var tilboðum tekið fyrir 4,9 milljarða á genginu 235 krónur fyrir hverja evru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×