Vill að tryggt verði að endurkröfur skuldara fyrnist ekki Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. ágúst 2012 18:30 Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir að tryggja verði að endurkröfur skuldara á hendur bönkunum fyrnist ekki vegna óvissu sem hefur dregist á langinn í gengismálum. Þá verða bankarnir hvattir til að veita skuldurum aukið svigrúm. Óvissa er enn uppi um hversu mikið fólk og fyrirtæki sem tóku gengistryggð lán skulda fjármálafyrirtækjum en leysa á úr flækjunni með 11 dómsmálum. Samkvæmt dekkstu sviðsmynd FME gætu bankarnir þurft að færa niður lán upp á 165 milljarða króna til viðbótar við það sem þeir hafa þegar fært niður. Lögmennirnir Lúðvík Bergvinsson og Sigurvin Ólafsson birtu grein á Vísi í vikunni þar sem þeir vöktu athygli á þeirri ósanngjörnu stöðu að í dómsmálum um þessi lán réði úrslitum það tilviljanakennda orðalag sem hver og einn banki valdi þegar hann „dulbjó" samningana sem gengislán. Heildarniðurstaðan af uppgjöri Hæstaréttar um þessi lán, sem þjóðin beið í ofvæni eftir, væri því sú að fyrir lántakendur væri það tilviljun háð hvort að lán þeirra teldust lögmæt eða ólögmæt.Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins óskaði eftir því að þeir Lúðvík og Sigurvin yrðu boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar.Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður og nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd óskaði eftir því að þeir Lúðvík og Sigurvin yrðu boðaðir á fund nefndarinnar á miðvikudag til að fara yfir málið. Helgi Hjörvar, formaður nefndarinnar varð við þessari ósk. Finnst þér eðlilegt að innheimta lán þegar óvissa er um lögmæti þeirra? „Þetta er auðvitað ákaflega sérstök aðstaða, þetta millibilsástand. Menn voru auðvitað að vona í vor að það tækist að fá fljótt og vel leyst úr helstu ágreiningsefnum fyrir dómstólum og að fjármálafyrirtækin myndu halda að sér höndum í aðgerðum meðan á því stæði. Ef að þessi mál eru að dragast mikið á langinn þá kallar það á endurmat á þessari stöðu og jafnvel á ákveðnar aðgerðir af hálfu stjórnvalda," segir Helgi Hjörvar. En hvaða aðgerðir eru þetta? Helgi segir að annars vegar verði bankarnir hvattir til að gera samkomulag við skuldunauta sína um hóflegar afborganir, t.d fimm þúsund krónur af hverri milljón, eins og sumir þeirra hafi gert á sínum tíma. „Hitt sem löggjafinn þarf að fara yfir áður en þingið kemur saman á ný er að tryggja að kröfur skuldara fyrnist ekki ef frekari dráttur verður á niðurstöðu í málinu. Við myndum þurfa að skoða í því sambandi lagarammann og athuga hvort gera þurfi nauðsynlegar breytingar á því," segir Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, en almennar fjárkröfur fyrnast á fjórum árum og flestar fjárkröfur fyrnast á þessum tíma. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir að tryggja verði að endurkröfur skuldara á hendur bönkunum fyrnist ekki vegna óvissu sem hefur dregist á langinn í gengismálum. Þá verða bankarnir hvattir til að veita skuldurum aukið svigrúm. Óvissa er enn uppi um hversu mikið fólk og fyrirtæki sem tóku gengistryggð lán skulda fjármálafyrirtækjum en leysa á úr flækjunni með 11 dómsmálum. Samkvæmt dekkstu sviðsmynd FME gætu bankarnir þurft að færa niður lán upp á 165 milljarða króna til viðbótar við það sem þeir hafa þegar fært niður. Lögmennirnir Lúðvík Bergvinsson og Sigurvin Ólafsson birtu grein á Vísi í vikunni þar sem þeir vöktu athygli á þeirri ósanngjörnu stöðu að í dómsmálum um þessi lán réði úrslitum það tilviljanakennda orðalag sem hver og einn banki valdi þegar hann „dulbjó" samningana sem gengislán. Heildarniðurstaðan af uppgjöri Hæstaréttar um þessi lán, sem þjóðin beið í ofvæni eftir, væri því sú að fyrir lántakendur væri það tilviljun háð hvort að lán þeirra teldust lögmæt eða ólögmæt.Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins óskaði eftir því að þeir Lúðvík og Sigurvin yrðu boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar.Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður og nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd óskaði eftir því að þeir Lúðvík og Sigurvin yrðu boðaðir á fund nefndarinnar á miðvikudag til að fara yfir málið. Helgi Hjörvar, formaður nefndarinnar varð við þessari ósk. Finnst þér eðlilegt að innheimta lán þegar óvissa er um lögmæti þeirra? „Þetta er auðvitað ákaflega sérstök aðstaða, þetta millibilsástand. Menn voru auðvitað að vona í vor að það tækist að fá fljótt og vel leyst úr helstu ágreiningsefnum fyrir dómstólum og að fjármálafyrirtækin myndu halda að sér höndum í aðgerðum meðan á því stæði. Ef að þessi mál eru að dragast mikið á langinn þá kallar það á endurmat á þessari stöðu og jafnvel á ákveðnar aðgerðir af hálfu stjórnvalda," segir Helgi Hjörvar. En hvaða aðgerðir eru þetta? Helgi segir að annars vegar verði bankarnir hvattir til að gera samkomulag við skuldunauta sína um hóflegar afborganir, t.d fimm þúsund krónur af hverri milljón, eins og sumir þeirra hafi gert á sínum tíma. „Hitt sem löggjafinn þarf að fara yfir áður en þingið kemur saman á ný er að tryggja að kröfur skuldara fyrnist ekki ef frekari dráttur verður á niðurstöðu í málinu. Við myndum þurfa að skoða í því sambandi lagarammann og athuga hvort gera þurfi nauðsynlegar breytingar á því," segir Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, en almennar fjárkröfur fyrnast á fjórum árum og flestar fjárkröfur fyrnast á þessum tíma. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira