Verð á fiskmörkuðum gaf nokkuð eftir á miðvikudag og fimmtudag. Lækkunin var óveruleg á miðvikudaginn en töluverð á fimmtudag.
Afli af strandveiðum í ágústmánuði var seldur á þessum tveimur dögum og höfðu strandveiðimenn af því áhyggjur að verð myndi hrapa vegna lokana um verslunarmannahelgina.
Verðið tók vissulega nokkra dýfu. Á fimmtudeginum lækkaði það um heil 26,6% og endaði í 259 kr/kg. Þegar litið er yfir dagana tvo var meðalverðið 299 kr/kg sem flestir strandveiðimenn telja viðunandi samkvæmt frétt Landssambands Smábátaeigenda.
Eyjólfur Þór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Reiknistofu fiskmarkaða, telur að lækkunin hafi ekki verið jafnmikil og menn óttuðust. „En okkur finnst þetta nú alveg nóg lækkun og seljendur eru ekkert ofsalega hressir skilst mér," segir hann. „Við vorum sammála um að á miðvikudaginn hafi þetta verið ásættanlegt en svo hrapaði þetta á fimmtudaginn um alveg hundrað kall."
Strandveiðimenn óskuðu eftir því að veiðunum í ágústmánuði yrði frestað fram yfir helgi. Það var ekki samþykkt og því urðu þeir að sætta sig við fyrirsjáanlega verðlækkun.
Fiskverð lækkaði um fjórðung í gær
BBI skrifar

Mest lesið


Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova
Viðskipti innlent

Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum
Viðskipti innlent

„Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“
Viðskipti innlent

Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent
Viðskipti innlent

Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna
Viðskipti innlent

Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent

Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út
Viðskipti innlent

Arion og Kvika í samrunaviðræður
Viðskipti innlent
