Aron og Jenný handboltafólk ársins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. desember 2012 19:30 Guðný Jenný Mynd/Valli Aron Pálmarsson, leikmaður Kiel, og Guðný Jenný Ásmundsdóttir, leikmaður Hauka, hafa verið kjörin handboltafólk ársins af stjórn Handknattleikssambandi Íslands. Aron var lykilmaður í liði Kiel sem varð bæði Þýskalands- og Evrópumeistari á síðustu leiktíð. Þá var hann lykilmaður í íslenska landsliðinu og valinn í úrvalslið Ólympíuleikanna í London. Guðný Jenný var í lykilhlutverki hjá Íslands- og bikarmeisturum Vals á síðustu leiktíð. Þá varði hún mark íslenska landsliðsins með sóma og var einn besti leikmaður liðsins á Evrópumótinu í Serbíu fyrr í mánuðinum. Hér að neðan fer umfjöllun HSÍ um tvíeykið. Guðný Jenný Ásmundsdóttir er 30 ára, fædd 28 febrúar 1982. Guðný Jenný kemur frá Fjölni upphaflega og fer þaðan í ÍR og síðan Hauka. Þá hefur hún reynt fyrir sér erlendis. Hún tók sér síðan frí frá handbolta og eignaðist tvö börn. Guðný Jenný byrjaði aftur í handboltanum og gekk til liðs við Val 2010 og hefur verið lykilleikmaður hjá kvennaliði Vals. Guðný Jenný hefur verið Íslandsmeistari með Val árin 2010, 2011 og 2012. Þá varð hún bikarmeistari með Val 2012. Guðný Jenný leikur stöðu markvarðar og hefur verið aðalmarkmaður landsliðsins frá miðju ári 2011 og er lykilmaður í íslenska landsliðinu. Guðný Jenný hefur spilað 39 A-landsleiki og skorað 1 mark. Þá á hún 13 U-21 kvenna landsleiki. Aron Pálmarsson handknattleiksmaður er 22 ára gamall, fæddur 19. júlí 1990. Aron er alinn upp í FH og lék þar alla yngri flokkana. Hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með FH 1. mars 2006 þá aðeins 16 ára. Aron gekk til liðs við Kiel í Þýskalandi sumarið 2009 og hefur verið að festa sig í sessi með betri leikmönnum þýsku deildarinnar. Hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik 29. október 2008 í Laugardalshöll á móti Belgíu og skoraði þar 2 mörk. Þá var hann lykilmaður í landsliðinu þegar það lék til bronsverðlauna á EM 2010 og var lykilmaður í landsliðinu á síðustu Ólympíuleikum. Aron hefur leikið 65 A landsleik og skorað í þeim 223 mörk. Þá lék hann 13 leiki með u-21 árs landsliði karla og skoraði í þeim 56 mörk og 34 leiki með u-18 ára landslið karla og skoraði í þeim 158 mörk. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Sjá meira
Aron Pálmarsson, leikmaður Kiel, og Guðný Jenný Ásmundsdóttir, leikmaður Hauka, hafa verið kjörin handboltafólk ársins af stjórn Handknattleikssambandi Íslands. Aron var lykilmaður í liði Kiel sem varð bæði Þýskalands- og Evrópumeistari á síðustu leiktíð. Þá var hann lykilmaður í íslenska landsliðinu og valinn í úrvalslið Ólympíuleikanna í London. Guðný Jenný var í lykilhlutverki hjá Íslands- og bikarmeisturum Vals á síðustu leiktíð. Þá varði hún mark íslenska landsliðsins með sóma og var einn besti leikmaður liðsins á Evrópumótinu í Serbíu fyrr í mánuðinum. Hér að neðan fer umfjöllun HSÍ um tvíeykið. Guðný Jenný Ásmundsdóttir er 30 ára, fædd 28 febrúar 1982. Guðný Jenný kemur frá Fjölni upphaflega og fer þaðan í ÍR og síðan Hauka. Þá hefur hún reynt fyrir sér erlendis. Hún tók sér síðan frí frá handbolta og eignaðist tvö börn. Guðný Jenný byrjaði aftur í handboltanum og gekk til liðs við Val 2010 og hefur verið lykilleikmaður hjá kvennaliði Vals. Guðný Jenný hefur verið Íslandsmeistari með Val árin 2010, 2011 og 2012. Þá varð hún bikarmeistari með Val 2012. Guðný Jenný leikur stöðu markvarðar og hefur verið aðalmarkmaður landsliðsins frá miðju ári 2011 og er lykilmaður í íslenska landsliðinu. Guðný Jenný hefur spilað 39 A-landsleiki og skorað 1 mark. Þá á hún 13 U-21 kvenna landsleiki. Aron Pálmarsson handknattleiksmaður er 22 ára gamall, fæddur 19. júlí 1990. Aron er alinn upp í FH og lék þar alla yngri flokkana. Hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með FH 1. mars 2006 þá aðeins 16 ára. Aron gekk til liðs við Kiel í Þýskalandi sumarið 2009 og hefur verið að festa sig í sessi með betri leikmönnum þýsku deildarinnar. Hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik 29. október 2008 í Laugardalshöll á móti Belgíu og skoraði þar 2 mörk. Þá var hann lykilmaður í landsliðinu þegar það lék til bronsverðlauna á EM 2010 og var lykilmaður í landsliðinu á síðustu Ólympíuleikum. Aron hefur leikið 65 A landsleik og skorað í þeim 223 mörk. Þá lék hann 13 leiki með u-21 árs landsliði karla og skoraði í þeim 56 mörk og 34 leiki með u-18 ára landslið karla og skoraði í þeim 158 mörk.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Sjá meira