Handbolti

Naumt tap Fannars og Kára | Arnór skoraði fimm mörk í sigri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kári Kristján Kristjánsson.
Kári Kristján Kristjánsson.
Fannar Þór Friðgeirsson og Kári Kristján Kristjánsson skoruðu sitt markið hvor í naumu tapi Wetzlar gegn Hamburg 30-29 í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Gestirnir leiddu með fjórum mörkum í hálfleik 15-11 en það seig á ógæfuhliðina í síðari hálfleiknum. Fredrik Raaha Petersen skoraði sigurmark Hamburg tveimur sekúndum fyrir leikslok. Wetzlar er í 8. sæti deildarinnar með 22 stig.

Sverrir Andre Jakobsson var ekki á meðal markaskorara hjá Grosswallstadt sem tapaði 32-24 gegn Meslungen. Sverrir og félagar eru enn í næstneðsta sæti deildarinnar með fimm stig. Rúnar Kárason er enn frá vegna meiðsla en verður væntanlega byrjaður að spila innan mánaðar.

Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði fjögur mörk og Ernir Hrafn Arnarson þrjú í 29-25 sigri Emsdetten á Leutershausen. Arnór Þór Gunnarsson skoraði fimm mörk fyrir Bergischer sem lagði Hüttenberg á heimavelli 38-26.

Þá skoraði Árni Þór Sigtryggsson fjögur mörk í tapi Friesenheim 31-26 á útivelli gegn Henstedt-Ulzburg. Emsdetten er í efsta sæti með 28 stig, Bergischer í öðru sæti með 26 stig og Friesnheim í áttunda sæti með 19 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×