Handbolti

Ísland mætir Bandaríkjunum, Kína og Svíþjóð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Daníel
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Bandaríkjunum, Kína og Svíþjóð í riðlakeppni Algarvemótsins í Portúgal í mars.

Um árlegt æfingamót er að ræða þar sem sterkustu kvennalandslið heims mæta til keppni. Í hinum riðlinum eru Þjóðverjar, Norðmenn, Japanir og Danir.

Ísland mætir Þjóðverjum og Norðmönnum í riðlakeppni Evrópumótsins í Danmörku næsta sumar.

Fyrsti leikur Íslands verður gegn Bandaríkjunum, efsta liðið heimslistans, þann 6. mars. Svíar verða mótherjinn 8. mars og Kína 11. mars. Leikið verður um sæti 13. mars.

Ísland náði sínum besta árangri á mótinu árið 2011 er liðið tapaði 4-2 gegn Bandaríkjunum í úrslitaleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×