Teitur Örlygsson: Bölvun fylgdi þessum KR leik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2012 09:22 Guðbjörg Norðfjörð og Hannes S. Jónsson við dráttinn í gær. Mynd/Stefán Stjarnan tekur á móti ÍR í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla en dregið var í gær. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með dráttinn. „Mér líst mjög vel á þetta. Það er frábært að fá heimaleik og ekki hægt að biðja um meira í átta liða úrslitum," segir Teitur sem ber fulla virðingu fyrir Breiðhyltingum. „Þetta er andstæðingur sem getur verið stórhættulegur. ÍR getur átt dúndurleiki og þess á milli hafa þeir dottið niður. Við höfum reyndar gert það líka," segir Teitur. Landsliðskappinn fyrrverandi viðurkennir að hann hafi verið ánægður að mæta ekki einu af „stóru liðunum" í átta liða úrslitum. „Það hefði verið hryllingur. Ég hefði ekki viljað mæta Snæfelli á útivelli til dæmis. Það er klárlega betra að fá heimaleik. Nú er komið langt inn í keppni og þú verður að vinna alla ætlir þú að eiga eitthvað skilið," segir Teitur. Stjarnan vann bikarinn afar óvænt árið 2009 eftir sigur á stjörnuprýddu liði KR. Blaðamaður spyr hvort sá leikur sé ekki sérstaklega eftirminnilegur því sigurinn í bikarnum hafi komið karlaliði Stjörnunnar á kortið. „Að vissu leyti er það rétt en síðan hefur hvorki gengið né rekið. Það var einhver bölvun sem fylgdi þessum leik. Þetta er í fyrsta skipti í þrjú ár sem við erum með í bikarnum eftir áramótin. Við höfum dottið út í 16-liða og 32-liða úrslitum þrjú ár í röð og alltaf lent á móti úrvalsdeildarliðum. Það hefur reyndar líka gerst í ár því við erum búnir að slá út tvö úrvalsdeildarlið svo engin breyting er á því," segir Teitur og bætir við að Stjarnan hafi sett sér takmark fyrir tímabilið að láta ekki sparka sér úr bikarnum snemma. Teitur segir minningarnar frá 2009 vissulega sætar. „Já en við vitum líka hvað þetta er leiðinlegt síðustu þrjú ár að fá ekki að vera með í þessu og detta í þessi hlé eftir áramótin. Við ætlum okkur langt í þessari keppni," segir Teitur. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Keflavík tekur á móti Njarðvík | Búið að draga í átta liða úrslit bikarsins Bikarmeistarar Keflavíkur mæta Njarðvík í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla. Dregið var í karla- og kvennaflokki í dag. 18. desember 2012 13:19 Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
Stjarnan tekur á móti ÍR í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla en dregið var í gær. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með dráttinn. „Mér líst mjög vel á þetta. Það er frábært að fá heimaleik og ekki hægt að biðja um meira í átta liða úrslitum," segir Teitur sem ber fulla virðingu fyrir Breiðhyltingum. „Þetta er andstæðingur sem getur verið stórhættulegur. ÍR getur átt dúndurleiki og þess á milli hafa þeir dottið niður. Við höfum reyndar gert það líka," segir Teitur. Landsliðskappinn fyrrverandi viðurkennir að hann hafi verið ánægður að mæta ekki einu af „stóru liðunum" í átta liða úrslitum. „Það hefði verið hryllingur. Ég hefði ekki viljað mæta Snæfelli á útivelli til dæmis. Það er klárlega betra að fá heimaleik. Nú er komið langt inn í keppni og þú verður að vinna alla ætlir þú að eiga eitthvað skilið," segir Teitur. Stjarnan vann bikarinn afar óvænt árið 2009 eftir sigur á stjörnuprýddu liði KR. Blaðamaður spyr hvort sá leikur sé ekki sérstaklega eftirminnilegur því sigurinn í bikarnum hafi komið karlaliði Stjörnunnar á kortið. „Að vissu leyti er það rétt en síðan hefur hvorki gengið né rekið. Það var einhver bölvun sem fylgdi þessum leik. Þetta er í fyrsta skipti í þrjú ár sem við erum með í bikarnum eftir áramótin. Við höfum dottið út í 16-liða og 32-liða úrslitum þrjú ár í röð og alltaf lent á móti úrvalsdeildarliðum. Það hefur reyndar líka gerst í ár því við erum búnir að slá út tvö úrvalsdeildarlið svo engin breyting er á því," segir Teitur og bætir við að Stjarnan hafi sett sér takmark fyrir tímabilið að láta ekki sparka sér úr bikarnum snemma. Teitur segir minningarnar frá 2009 vissulega sætar. „Já en við vitum líka hvað þetta er leiðinlegt síðustu þrjú ár að fá ekki að vera með í þessu og detta í þessi hlé eftir áramótin. Við ætlum okkur langt í þessari keppni," segir Teitur.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Keflavík tekur á móti Njarðvík | Búið að draga í átta liða úrslit bikarsins Bikarmeistarar Keflavíkur mæta Njarðvík í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla. Dregið var í karla- og kvennaflokki í dag. 18. desember 2012 13:19 Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
Keflavík tekur á móti Njarðvík | Búið að draga í átta liða úrslit bikarsins Bikarmeistarar Keflavíkur mæta Njarðvík í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla. Dregið var í karla- og kvennaflokki í dag. 18. desember 2012 13:19