Íslenski boltinn

Veigar: Stjarnan eina félagið sem hafði samband

Veigar Páll Gunnarsson var í dag kynntur til leiks sem nýr leikmaður Stjörnunnar. Þessi 32 ára gamli framherji skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið.

Það er óhætt að segja að Veigar sé kominn heim því hann er uppalinn hjá félaginu.

"Það er frábært að vera kominn aftur í Stjörnubúninginn. Mér líður vel í honum. Það er mikilvægt fyrir mig að enda ferilinn þar sem hann byrjaði og það með mönnum sem ég þekki. Ég er afar spenntur fyrir þessu," sagði Veigar í samtali við Arnar Björnsson í dag.

"Stjarnan var eini kosturinn hjá mér. Það hafði ekkert annað félag samband. Stjarnan gat því tekið sér tíma. Við gengum frá þessu í ró og næði."

Veigar kom til Stjörnunnar frá Stabæk í Noregi en hann er búinn að vera mörg ár í atvinnumennsku.

Hægt er að hlusta á viðtal Arnars við Veigar í heild sinni hér að ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.