AGS: Ekki hægt að aflétta gjaldeyrishöftunum næstu þrjú árin 20. nóvember 2012 06:26 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) telur að Íslendingar verði að viðhalda gjaldeyrishöftum sínum a.m.k. út árið 2015 vegna erfiðleika við að leysa aflandskrónuvandann eða hina svokölluðu snjóhengju sem vofir yfir íslensku efnahagslífi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá sjóðnum um efnahagsástandið á Íslandi. Þar segir að íslenska efnahagskerfið sé að ná sér á strik þótt verðbólga sé áfram mikil. Þá hefur sjóðurinn áhyggjur af því að kreppan á evrusvæðinu geti leitt til þess að útflutningstekjur þjóðarinnar minnki og að draga muni úr erlendri fjárfestingu. Fjallað er um skýrsluna á vefsíðu Seðlabankans en þar segir að forráðamenn AGS lýstu almennt ánægju sinni með þann árangur sem náðst hefur á sviði efnahagsmála eftir hrun fjármálakerfisins árið 2008. Einnig var lýst ánægju með að Ríkissjóður Íslands hefur náð að endurnýja aðgang að erlendum lánamarkaði, sem aftur hefur gert ríkissjóði og Seðlabanka Íslands kleift að endurgreiða fyrirfram hluta af lánum sínum til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Norðurlandanna. „Hins vegar kom fram að veruleg áhætta gæti stafað frá efnahagssamdrætti á evrusvæði og ýmsum innlendum þáttum. Stuðningi var lýst við árangurstengda áætlun um afnám gjaldeyrishafta sem miðar meðal annars að því að minnka krónueignir erlendra aðila. Framkvæmdastjórnin taldi nauðsynlegt að markmið um hallalausan ríkisrekstur náist á tilsettum tíma," segir á vefsíðunni. „Þá var talið æskilegt að auka aðhald peningastefnunnar til að ná verðbólgumarkmiðinu, en stilla þyrfti aðgerðir af til samræmis við aukinn efnahagsbata. Áfram þarf að styrkja fjármálakerfið með því að tryggja nægilegt eigið fé fjármálastofnana og öflugt fjármálaeftirlit." Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) telur að Íslendingar verði að viðhalda gjaldeyrishöftum sínum a.m.k. út árið 2015 vegna erfiðleika við að leysa aflandskrónuvandann eða hina svokölluðu snjóhengju sem vofir yfir íslensku efnahagslífi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá sjóðnum um efnahagsástandið á Íslandi. Þar segir að íslenska efnahagskerfið sé að ná sér á strik þótt verðbólga sé áfram mikil. Þá hefur sjóðurinn áhyggjur af því að kreppan á evrusvæðinu geti leitt til þess að útflutningstekjur þjóðarinnar minnki og að draga muni úr erlendri fjárfestingu. Fjallað er um skýrsluna á vefsíðu Seðlabankans en þar segir að forráðamenn AGS lýstu almennt ánægju sinni með þann árangur sem náðst hefur á sviði efnahagsmála eftir hrun fjármálakerfisins árið 2008. Einnig var lýst ánægju með að Ríkissjóður Íslands hefur náð að endurnýja aðgang að erlendum lánamarkaði, sem aftur hefur gert ríkissjóði og Seðlabanka Íslands kleift að endurgreiða fyrirfram hluta af lánum sínum til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Norðurlandanna. „Hins vegar kom fram að veruleg áhætta gæti stafað frá efnahagssamdrætti á evrusvæði og ýmsum innlendum þáttum. Stuðningi var lýst við árangurstengda áætlun um afnám gjaldeyrishafta sem miðar meðal annars að því að minnka krónueignir erlendra aðila. Framkvæmdastjórnin taldi nauðsynlegt að markmið um hallalausan ríkisrekstur náist á tilsettum tíma," segir á vefsíðunni. „Þá var talið æskilegt að auka aðhald peningastefnunnar til að ná verðbólgumarkmiðinu, en stilla þyrfti aðgerðir af til samræmis við aukinn efnahagsbata. Áfram þarf að styrkja fjármálakerfið með því að tryggja nægilegt eigið fé fjármálastofnana og öflugt fjármálaeftirlit."
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira