AGS: Ekki hægt að aflétta gjaldeyrishöftunum næstu þrjú árin 20. nóvember 2012 06:26 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) telur að Íslendingar verði að viðhalda gjaldeyrishöftum sínum a.m.k. út árið 2015 vegna erfiðleika við að leysa aflandskrónuvandann eða hina svokölluðu snjóhengju sem vofir yfir íslensku efnahagslífi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá sjóðnum um efnahagsástandið á Íslandi. Þar segir að íslenska efnahagskerfið sé að ná sér á strik þótt verðbólga sé áfram mikil. Þá hefur sjóðurinn áhyggjur af því að kreppan á evrusvæðinu geti leitt til þess að útflutningstekjur þjóðarinnar minnki og að draga muni úr erlendri fjárfestingu. Fjallað er um skýrsluna á vefsíðu Seðlabankans en þar segir að forráðamenn AGS lýstu almennt ánægju sinni með þann árangur sem náðst hefur á sviði efnahagsmála eftir hrun fjármálakerfisins árið 2008. Einnig var lýst ánægju með að Ríkissjóður Íslands hefur náð að endurnýja aðgang að erlendum lánamarkaði, sem aftur hefur gert ríkissjóði og Seðlabanka Íslands kleift að endurgreiða fyrirfram hluta af lánum sínum til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Norðurlandanna. „Hins vegar kom fram að veruleg áhætta gæti stafað frá efnahagssamdrætti á evrusvæði og ýmsum innlendum þáttum. Stuðningi var lýst við árangurstengda áætlun um afnám gjaldeyrishafta sem miðar meðal annars að því að minnka krónueignir erlendra aðila. Framkvæmdastjórnin taldi nauðsynlegt að markmið um hallalausan ríkisrekstur náist á tilsettum tíma," segir á vefsíðunni. „Þá var talið æskilegt að auka aðhald peningastefnunnar til að ná verðbólgumarkmiðinu, en stilla þyrfti aðgerðir af til samræmis við aukinn efnahagsbata. Áfram þarf að styrkja fjármálakerfið með því að tryggja nægilegt eigið fé fjármálastofnana og öflugt fjármálaeftirlit." Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) telur að Íslendingar verði að viðhalda gjaldeyrishöftum sínum a.m.k. út árið 2015 vegna erfiðleika við að leysa aflandskrónuvandann eða hina svokölluðu snjóhengju sem vofir yfir íslensku efnahagslífi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá sjóðnum um efnahagsástandið á Íslandi. Þar segir að íslenska efnahagskerfið sé að ná sér á strik þótt verðbólga sé áfram mikil. Þá hefur sjóðurinn áhyggjur af því að kreppan á evrusvæðinu geti leitt til þess að útflutningstekjur þjóðarinnar minnki og að draga muni úr erlendri fjárfestingu. Fjallað er um skýrsluna á vefsíðu Seðlabankans en þar segir að forráðamenn AGS lýstu almennt ánægju sinni með þann árangur sem náðst hefur á sviði efnahagsmála eftir hrun fjármálakerfisins árið 2008. Einnig var lýst ánægju með að Ríkissjóður Íslands hefur náð að endurnýja aðgang að erlendum lánamarkaði, sem aftur hefur gert ríkissjóði og Seðlabanka Íslands kleift að endurgreiða fyrirfram hluta af lánum sínum til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Norðurlandanna. „Hins vegar kom fram að veruleg áhætta gæti stafað frá efnahagssamdrætti á evrusvæði og ýmsum innlendum þáttum. Stuðningi var lýst við árangurstengda áætlun um afnám gjaldeyrishafta sem miðar meðal annars að því að minnka krónueignir erlendra aðila. Framkvæmdastjórnin taldi nauðsynlegt að markmið um hallalausan ríkisrekstur náist á tilsettum tíma," segir á vefsíðunni. „Þá var talið æskilegt að auka aðhald peningastefnunnar til að ná verðbólgumarkmiðinu, en stilla þyrfti aðgerðir af til samræmis við aukinn efnahagsbata. Áfram þarf að styrkja fjármálakerfið með því að tryggja nægilegt eigið fé fjármálastofnana og öflugt fjármálaeftirlit."
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun