Viðskipti innlent

Mark Carney valinn bankastjóri Englandsbanka

BBI skrifar
Mark Carney, verðandi bankastjóri Englandsbanka.
Mark Carney, verðandi bankastjóri Englandsbanka. Mynd/AFP
Mark Carney, seðlabankastjóri Kanada, var í dag útnefndur næsti bankastjóri Englandsbanka. Hann verður þar með einhver áhrifamesti einstaklingur í bresku efnahagslífi og sömuleiðis fyrsti erlendi bankastjóri Englandsbanka frá því hann var stofnsettur árið 1694.

George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, útnefndi Mark Carney fyrr í dag og kom valið mörgum á óvart. Því hefur verið fleygt í miðlum eins og Telegraph að ákvörðunin sé ein sú stærsta sem Osborne mun taka í embætti.

Núverandi bankastjóri Englandsbanka, Sir Mervyn King, er ánægður með eftirmann sinn og segir hann frábæran kandidat til að taka við af sér.

Mark Carney hefur stýrt Kananda farsællega gegnum efnahagskreppu síðustu ára og nýtur virðingar á heimsmælikvarða. Times magazine valdi hann sem einn áhrifamesta mann heims árið 2010.

Carney mun taka við stöðunni á næsta ári en hann hyggst útvega sér breskan ríkisborgararétt til að gegna starfinu í fimm ár.

The Telegraph segir frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×