Kári segir skuld við hluthafa útskýra neikvætt eigið fé Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. nóvember 2012 12:14 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, segir að skuldir við móðurfélag fyrirtækisins skýri að mestu neikvætt eigið fé. Hann er rólegur yfir taprekstri og segir fyrirtækið hafa trausta eigendur sem styðji vel við bakið á því. Þá segir hann blaðamenn skorta skilning á líftæknigeiranum. Eins og fréttastofa greindi frá í morgun er Kári fullur sjálfstrausts þrátt fyrir niðurstöðu ársins 2011, en Viðskiptablaðið greindi frá því í dag að ÍE hefði tapað jafnvirði 1.700 milljóna í fyrra og að eigið fé væri neikvætt upp á 50 milljónir dollara, jafnvirði 6 milljarða króna. Kári segir að skýringin á neikvæðri eiginfjárastöðu sé að mestu vegna skuldar við hluthafa ÍE. „Þessar tölur í ársreikningi vísa að mestu til skuldastöðu innan samstæðu. Íslensk erfðagreining er í eigu hollensks fyrirtækis, sem er í eigu bandarísks eignarhaldsfélags, Saga Investments. Og meirihlutinn af þessari skuld, ef ekki öll þessi skuld er við móðurfélagið. Sú skuld skiptir því ekki miklu máli. Það veldur mér hins vegar áhyggjum hvað það virðist vera erfitt fyrir ykkur blaðamenn í íslensku samfélagi að búa til hjá ykkur skilning á líftækniiðnaðinum þar sem meirihluti verðmætasköpunar er í myndun hugverka, eða intellectual property og ekki endilega í því að byggja upp það sem er áþreifanlegt, eða sjóði á hverjum tíma fyrir sig. Hjá okkur eru hlutirnir í svipuðu fari. Okkur gengur vel við það verkefni sem er að gera uppgötvanir sem má nota við að gera greiningartæki og lyf og okkur líður vel á þessum tímapunkti," segir Kári. Hann segir að fyrirtækið sé með trausta eigendur sem hafi stutt dyggilega við bak þess í sextán ár. Kári segir að ekki sé hægt að fjalla um ÍE eins og hver önnur fyrirtæki. „Ef þið ætlið að fjalla um Íslenska erfðagreiningu með sama hætti og útgerðarfyrirtæki við Eyjafjörð, þá fáið þið ekki mjög rétta mynd af stöðunni. Verðmæti fyrirtækisins liggja í þeim hugverkum sem fyrirtækið býr til," segir hann. Fram kemur í ársreikningi ÍE að áframhaldandi fjármögnun velti að stórum hluta á núverandi hluthöfum, að því er Viðskiptablaðið greinir frá. Þá sé gert ráð fyrir að ÍE hafi rekstrarfé fram á fyrsta ársfjórðung næsta árs en að miklu leyti þurfi að treysta á fjármöngun eigenda út árið 2013. Rekstur deCode, fyrrverandi móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar ehf., lenti í hremmingum eftir hrun og í nóvember 2009 var Íslensk erfðagreining seld til félagsins Saga Investments LLC. Saga Investments er fjárfestingarfélag í eigu Polaris Venture Partners og Arch Venture Partners, sem eru þekktir fjárfestar í Bandaríkjunum á sviði líftækni. Tengdar fréttir Íslensk erfðagreining tapar um tveimur milljörðum Íslensk erfðagreining tapaði á annan milljarð króna á síðasta ári og er með neikvæða eiginfjárstöðu samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins í dag. Þar segir að Íslensk erfðagreining hafi tapað tæpum 14 milljónum dollara, eða á annan milljarð króna, á árinu 2011 samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins. 29. nóvember 2012 09:35 Kári brattur og fullur sjálfstrausts þrátt fyrir neikvæða afkomu "Við erum á lygnum sjó og líður vel,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar um stöðu fyrirtækisins, sem tapaði 1700 milljónum í fyrra og er með neikvætt eigið fé upp á sex milljarða króna. 29. nóvember 2012 10:35 Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, segir að skuldir við móðurfélag fyrirtækisins skýri að mestu neikvætt eigið fé. Hann er rólegur yfir taprekstri og segir fyrirtækið hafa trausta eigendur sem styðji vel við bakið á því. Þá segir hann blaðamenn skorta skilning á líftæknigeiranum. Eins og fréttastofa greindi frá í morgun er Kári fullur sjálfstrausts þrátt fyrir niðurstöðu ársins 2011, en Viðskiptablaðið greindi frá því í dag að ÍE hefði tapað jafnvirði 1.700 milljóna í fyrra og að eigið fé væri neikvætt upp á 50 milljónir dollara, jafnvirði 6 milljarða króna. Kári segir að skýringin á neikvæðri eiginfjárastöðu sé að mestu vegna skuldar við hluthafa ÍE. „Þessar tölur í ársreikningi vísa að mestu til skuldastöðu innan samstæðu. Íslensk erfðagreining er í eigu hollensks fyrirtækis, sem er í eigu bandarísks eignarhaldsfélags, Saga Investments. Og meirihlutinn af þessari skuld, ef ekki öll þessi skuld er við móðurfélagið. Sú skuld skiptir því ekki miklu máli. Það veldur mér hins vegar áhyggjum hvað það virðist vera erfitt fyrir ykkur blaðamenn í íslensku samfélagi að búa til hjá ykkur skilning á líftækniiðnaðinum þar sem meirihluti verðmætasköpunar er í myndun hugverka, eða intellectual property og ekki endilega í því að byggja upp það sem er áþreifanlegt, eða sjóði á hverjum tíma fyrir sig. Hjá okkur eru hlutirnir í svipuðu fari. Okkur gengur vel við það verkefni sem er að gera uppgötvanir sem má nota við að gera greiningartæki og lyf og okkur líður vel á þessum tímapunkti," segir Kári. Hann segir að fyrirtækið sé með trausta eigendur sem hafi stutt dyggilega við bak þess í sextán ár. Kári segir að ekki sé hægt að fjalla um ÍE eins og hver önnur fyrirtæki. „Ef þið ætlið að fjalla um Íslenska erfðagreiningu með sama hætti og útgerðarfyrirtæki við Eyjafjörð, þá fáið þið ekki mjög rétta mynd af stöðunni. Verðmæti fyrirtækisins liggja í þeim hugverkum sem fyrirtækið býr til," segir hann. Fram kemur í ársreikningi ÍE að áframhaldandi fjármögnun velti að stórum hluta á núverandi hluthöfum, að því er Viðskiptablaðið greinir frá. Þá sé gert ráð fyrir að ÍE hafi rekstrarfé fram á fyrsta ársfjórðung næsta árs en að miklu leyti þurfi að treysta á fjármöngun eigenda út árið 2013. Rekstur deCode, fyrrverandi móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar ehf., lenti í hremmingum eftir hrun og í nóvember 2009 var Íslensk erfðagreining seld til félagsins Saga Investments LLC. Saga Investments er fjárfestingarfélag í eigu Polaris Venture Partners og Arch Venture Partners, sem eru þekktir fjárfestar í Bandaríkjunum á sviði líftækni.
Tengdar fréttir Íslensk erfðagreining tapar um tveimur milljörðum Íslensk erfðagreining tapaði á annan milljarð króna á síðasta ári og er með neikvæða eiginfjárstöðu samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins í dag. Þar segir að Íslensk erfðagreining hafi tapað tæpum 14 milljónum dollara, eða á annan milljarð króna, á árinu 2011 samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins. 29. nóvember 2012 09:35 Kári brattur og fullur sjálfstrausts þrátt fyrir neikvæða afkomu "Við erum á lygnum sjó og líður vel,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar um stöðu fyrirtækisins, sem tapaði 1700 milljónum í fyrra og er með neikvætt eigið fé upp á sex milljarða króna. 29. nóvember 2012 10:35 Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Íslensk erfðagreining tapar um tveimur milljörðum Íslensk erfðagreining tapaði á annan milljarð króna á síðasta ári og er með neikvæða eiginfjárstöðu samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins í dag. Þar segir að Íslensk erfðagreining hafi tapað tæpum 14 milljónum dollara, eða á annan milljarð króna, á árinu 2011 samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins. 29. nóvember 2012 09:35
Kári brattur og fullur sjálfstrausts þrátt fyrir neikvæða afkomu "Við erum á lygnum sjó og líður vel,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar um stöðu fyrirtækisins, sem tapaði 1700 milljónum í fyrra og er með neikvætt eigið fé upp á sex milljarða króna. 29. nóvember 2012 10:35
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun