Viðskipti innlent

Jón Þorsteinn flutti hundruð milljóna úr landi

Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs.
Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs.
Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, hefur flutt mörg ­hundruð milljónir króna í erlendum gjaldeyri frá Íslandi á þessu ári og því síðasta. Frá þessu greint í DV í dag.

Fjármagnsflutningar hafa farið fram með lánum frá Jóni Þorsteini til erlendra eignarhaldsfélaga í eigu íslenskra aðila. Eitt félagið er sagt tengjast Guðmundi Erni Jóhannssyni, fyrrum framkvæmdastjóra Landsbjargar, sem sagði af sér vegna ásakana um gjaldeyrisbrask á dögunum. Hann hefur neitað því að hafa brotið lög með gjaldeyrisviðskiptum sínum.

Í tilfelli Jóns Þorsteins hafa fjármagnsflutningarnir yfirleitt farið fram í evrum, að því er segir í DV.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×