Viðskipti innlent

LSR keypti fyrir rúman milljarð í Icelandair

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Haukur Hafsteinsson framkvæmdastóri LSR.
Haukur Hafsteinsson framkvæmdastóri LSR.
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins keypti 3% hlut Framtakssjóðsins í Icelandair Group í morgun fyrir 1140 milljónir. Eftir viðskiptin á Lífeyrissjóðurinn rúmlega 12% hlut í Icelandair.

Tilkynnt var um sölu Framtakssjóðsins á 7% hlut fyrir hádegi en það var ekki fyrr en eftir klukkan þrjú að upplýst var um kaup Lífeyrissjóðs starfsmanna ríksins.

Vísir hefur ekki upplýsingar um það hver keypti hin fjögur prósentin sem Framtakssjóður seldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×