Viðskipti innlent

Tæplega 7 milljarða hagnaður hjá Icelandair

Icelandair skilaði tæplega 7 milljarða króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi ársins. Hagnaðurinn jókst um tæpan milljarð frá sama tímabili í fyrra.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar segir að sætanýting félagsins hafi verið 84% á móti 83,3% á sama tímabili í fyrra.

Farþegum sem fljúga með félaginu á milli Norður-Ameríku og Evrópu fjölgaði um 22%, en sá markaður hefur verið í stöðugum vexti síðustu misseri.

Farþegum til Íslands fjölgaði einnig töluvert sem hafði jákvæð áhrif á ferðaþjónustufyrirtæki innanlands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×