Frábær lokahringur tryggði Poulter sigurinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2012 20:30 Poulter fagnaði sigrinum vel og innilega. Nordicphotos/Getty Ian Poulter vann frábæran sigur á HSBC Champions-mótinu sem lauk í Kína í dag en mótið er hluti af Heimsmótaröðinni. Poulter tryggði sér sigurinn með frábærum lokahring en hann spilaði síðustu átján holurnar á 65 höggum eða sjö undir pari. Það reiknuðu fæstir með sigri Poulter fyrir lokahringinn þegar hann var fjórum höggum á eftir Lee Westwood og Louis Oosthuizen sem deildu efsta sætinu. Kapparnir náðu hins vegar aðeins pari á lokahringnum og deildu þriðja sæti á meðan Poulter stal senunni. Með sigrinum tókst Poulter að fylgja á eftir frábærri frammistöðu með liði Evrópu í Ryder-bikarnum á dögunum. Mikið hefur verið ritað og rætt um hvers vegna Poulter þrífist betur í liðakeppni eða holukeppni en hefðbundnum höggleik. Poulter fór yfir það með fréttamönnum eftir sigurinn í Kína. „Fólk spurði mig ítrekað (eftir Ryder-bikarinn) hvers vegna ég gæti ekki staðið mig svona vel vikulega í höggleiknum. Þetta snýst um að mæta til leiks fullkomlega meðvitaður um hvað þarf gera, þekkja völlinn og vera ákveðinn. Þannig gekk ég til verks hér. Ég hef verið ákveðinn í höggunum og sett niður pútt á réttum tímum," sagði Poulter. Með sigrinum varð Poulter aðeins annar Englendingurinn til þess að vinna tvo sigra á Heimsmótaröðinni í golfi. Englendingurinn viðurkenndi að Ryder-bikarinn hefði gefið honum sjálfstraust. „Ég þarf að nýta mér sjálfstraustið úr Ryder-bikarnum eins vel og ég mögulega get í höggleiknum. Það gekk í þessari viku og vonandi heldur það áfram í lengri tíma," sagði Poulter sem hlaut 1,2 milljónir dollara eða sem nemur rúmum 150 milljónum íslenskra króna í verðlaunafé. Golf Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Ian Poulter vann frábæran sigur á HSBC Champions-mótinu sem lauk í Kína í dag en mótið er hluti af Heimsmótaröðinni. Poulter tryggði sér sigurinn með frábærum lokahring en hann spilaði síðustu átján holurnar á 65 höggum eða sjö undir pari. Það reiknuðu fæstir með sigri Poulter fyrir lokahringinn þegar hann var fjórum höggum á eftir Lee Westwood og Louis Oosthuizen sem deildu efsta sætinu. Kapparnir náðu hins vegar aðeins pari á lokahringnum og deildu þriðja sæti á meðan Poulter stal senunni. Með sigrinum tókst Poulter að fylgja á eftir frábærri frammistöðu með liði Evrópu í Ryder-bikarnum á dögunum. Mikið hefur verið ritað og rætt um hvers vegna Poulter þrífist betur í liðakeppni eða holukeppni en hefðbundnum höggleik. Poulter fór yfir það með fréttamönnum eftir sigurinn í Kína. „Fólk spurði mig ítrekað (eftir Ryder-bikarinn) hvers vegna ég gæti ekki staðið mig svona vel vikulega í höggleiknum. Þetta snýst um að mæta til leiks fullkomlega meðvitaður um hvað þarf gera, þekkja völlinn og vera ákveðinn. Þannig gekk ég til verks hér. Ég hef verið ákveðinn í höggunum og sett niður pútt á réttum tímum," sagði Poulter. Með sigrinum varð Poulter aðeins annar Englendingurinn til þess að vinna tvo sigra á Heimsmótaröðinni í golfi. Englendingurinn viðurkenndi að Ryder-bikarinn hefði gefið honum sjálfstraust. „Ég þarf að nýta mér sjálfstraustið úr Ryder-bikarnum eins vel og ég mögulega get í höggleiknum. Það gekk í þessari viku og vonandi heldur það áfram í lengri tíma," sagði Poulter sem hlaut 1,2 milljónir dollara eða sem nemur rúmum 150 milljónum íslenskra króna í verðlaunafé.
Golf Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira