Þorsteinn Már: Afar krefjandi tímar framundan í sjávarútvegi Magnús Halldórsson skrifar 8. nóvember 2012 18:45 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og einn af stærstu eigendur Samherja. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að afar krefjandi verði fyrir íslensks sjávarútvegsfyrirtæki að selja vöru á alþjóðamörkuðum á næstunni vegna fólk erlendis hafi mun minna milla handanna en áður. Nýleg aukning á þorskkvóta í Barentshafi, sem Rússar og Norðmenn njóta, geti einnig haft mikil áhrif hér á landi. Þó afkomutölur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, einkum þeirra stærri, hafi sjaldan litið betur út en undanfarin tvö ár, hafa aðstæður á alþjóðamörkuðum farið versnandi undanfarin misseri. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og einn af stærstu eigendum Samherja, sem skilaði hagnaði í fyrra upp á tæpa níu milljarða króna, að dótturfélögum meðtöldum, segir blikur vera á lofti á mörkuðum, sem geti haft mikil áhrif á íslenskan sjávarútveg. „Við sjáum nú þegar verðlækkanir á mörkuðum, og það þekkja allir hvernig staða efnahagsmála er í Grikklandi, Portúgal, Spáni og Ítalíu, en það hafa verið stórir markaðir fyrir íslenskan fisk. Þar er sölutregða farin að gera vart við sig, enda er þetta dýr gæðavara á mörkuðum," segir Þorsteinn Már. Hann segir að nýlegar ákvarðanir um stórauknar aflaheimildir í Barentshafi, geti haft mikil áhrif á sölu á íslenskum fiski á erlendum mörkuðum. „Þorskkvóti í Barentshafi var aukinn um 250 þúsund tonn, en til samanburðar þá voru 170 þúsund tonn veidd á Íslandsmiðum í fyrra. Aukningin ein og sér er því 50 prósent meiri en sem nam heildarafla í fyrra við Ísland. Þetta getur haft mikil áhrif á íslenskan sjávarútveg, þar sem erfiðara verður að selja fiskinn á mörkuðum vegna harðnandi samkeppni, ekki síst frá Noregi og einnig frá Rússlandi." Aðspurður hvort að búast megi við því að birgðir af fiski geti farið að safnast upp, vegna sölutregðu á mörkuðum, segist hann fastlega búast við því að svo verði. „Það er nú þegar komin upp sölutregða og salan er orðin erfiðari og meira krefjandi en áður. Ég hef trú á því að birgðasöfnun komi upp já. Íslenskur sjávarútvegur mun þurfa að einblína á söluna á næstu misserum, og sjávarútvegurinn og stjórnvöld þurfa að vinna saman að því að efla markaðs- og sölustarfið, því það er mikið í húfi, vegna mikilvægis sjávarútvegs fyrir efnahag landsins," segir Þorsteinn Már. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að afar krefjandi verði fyrir íslensks sjávarútvegsfyrirtæki að selja vöru á alþjóðamörkuðum á næstunni vegna fólk erlendis hafi mun minna milla handanna en áður. Nýleg aukning á þorskkvóta í Barentshafi, sem Rússar og Norðmenn njóta, geti einnig haft mikil áhrif hér á landi. Þó afkomutölur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, einkum þeirra stærri, hafi sjaldan litið betur út en undanfarin tvö ár, hafa aðstæður á alþjóðamörkuðum farið versnandi undanfarin misseri. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og einn af stærstu eigendum Samherja, sem skilaði hagnaði í fyrra upp á tæpa níu milljarða króna, að dótturfélögum meðtöldum, segir blikur vera á lofti á mörkuðum, sem geti haft mikil áhrif á íslenskan sjávarútveg. „Við sjáum nú þegar verðlækkanir á mörkuðum, og það þekkja allir hvernig staða efnahagsmála er í Grikklandi, Portúgal, Spáni og Ítalíu, en það hafa verið stórir markaðir fyrir íslenskan fisk. Þar er sölutregða farin að gera vart við sig, enda er þetta dýr gæðavara á mörkuðum," segir Þorsteinn Már. Hann segir að nýlegar ákvarðanir um stórauknar aflaheimildir í Barentshafi, geti haft mikil áhrif á sölu á íslenskum fiski á erlendum mörkuðum. „Þorskkvóti í Barentshafi var aukinn um 250 þúsund tonn, en til samanburðar þá voru 170 þúsund tonn veidd á Íslandsmiðum í fyrra. Aukningin ein og sér er því 50 prósent meiri en sem nam heildarafla í fyrra við Ísland. Þetta getur haft mikil áhrif á íslenskan sjávarútveg, þar sem erfiðara verður að selja fiskinn á mörkuðum vegna harðnandi samkeppni, ekki síst frá Noregi og einnig frá Rússlandi." Aðspurður hvort að búast megi við því að birgðir af fiski geti farið að safnast upp, vegna sölutregðu á mörkuðum, segist hann fastlega búast við því að svo verði. „Það er nú þegar komin upp sölutregða og salan er orðin erfiðari og meira krefjandi en áður. Ég hef trú á því að birgðasöfnun komi upp já. Íslenskur sjávarútvegur mun þurfa að einblína á söluna á næstu misserum, og sjávarútvegurinn og stjórnvöld þurfa að vinna saman að því að efla markaðs- og sölustarfið, því það er mikið í húfi, vegna mikilvægis sjávarútvegs fyrir efnahag landsins," segir Þorsteinn Már.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun