Horfur á viðsnúningi til hins verra hjá ríkissjóði 9. nóvember 2012 09:44 Afkoma ríkissjóðs á miðju árinu var nokkru betri en reiknað var með í fjárlögum. Hins vegar eru horfur á að afkoman á árinu öllu verði um 2 milljörðum króna lakari en fjárlög gerðu ráð fyrir. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar sem telur mikilvægt að gripið verði til aðgerða til að koma í veg fyrir að erfið rekstrarstaða nokkurra stofnana verði enn erfiðari. Þá telur Ríkisendurskoðun að taka þurfi afstöðu til þess hvernig fara eigi með uppsafnaðan halla sem nokkrar stofnanir glíma við. Í skýrslunni er fjallað um framkvæmd fjárlaga á fyrstu 6 mánuðum ársins og frumvarp til fjáraukalaga sem nú er til afgreiðslu á Alþingi. Fram kemur að tekjur ríkissjóðs á tímabilinu voru 10,1% umfram áætlun en gjöldin 2,3% undir fjárheimild tímabilsins. Þá kemur fram að frumvarp til fjáraukalaga geri ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs verði 10,6 milljörðum króna meiri á árinu öllu en áætlað var í fjárlögum. Skýringin sé m.a. jákvæðari þróun efnahagsmála en gert var ráð fyrir við samþykkt fjárlaga. Hins vegar sé í frumvarpinu gert ráð fyrir að gjöld ríkissjóðs verði 12,5 milljörðum króna meiri en heimilað var í fjárlögum og að afkoma ársins verði um 2 milljörðum króna lakari en þar var reiknað með. Aukin gjöld skýrist einkum af meiri kostnaði vegna atvinnuleysisbóta, lífeyrisgreiðslna og fleiri liða auk þess sem vaxtagjöld hafi verið meiri en áætlað var í fjárlögum. Í skýrslunni lýsir Ríkisendurskoðun áhyggjum af stöðu stofnana og fjárlagaliða sem eiga erfitt með að láta enda ná saman í rekstri. Stofnunin telur hættu á að rekstrarvandi nokkurra liða muni aukast verði ekki þegar brugðist við honum. Um er að ræða rannsóknarnefndir Alþingis, Sinfóníuhljómsveit Íslands, aðalskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Umboðsmann skuldara, hjúkrunarheimilið Sólvang, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Að mati Ríkisendurskoðunar er mikilvægt að bregðast við vanda þessara liða og koma í veg fyrir að hann aukist. Nokkrir fjárlagaliðir sem á undanförnum árum hafa ítrekað farið fram úr fjárlögum hafa náð að bæta rekstur sinn en glíma við uppsafnaðan halla frá fyrri árum. Ríkisendurskoðun vill að tekin verði afstaða til þess hvernig fara eigi með slíkan uppsafnaðan halla hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Lögreglustjóranum á Suðurnesjum, Landspítalanum, Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, Heilbrigðisstofnun Austurlands og á lið vegna Flugvalla og flugleiðsöguþjónustu. Ríkisendurskoðun hvetur stjórnvöld til að bregðast við miklum afskriftum lána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og Íbúðalánasjóði. Að mati stofnunarinnar virðist ljóst að leggja þarf þessum sjóðum til aukið stofnfé. Loks þarf að mati Ríkisendurskoðunar að huga að fjárveitingum til nokkurra liða þar sem rekstrarafgangur hefur safnast upp. Þetta eru Sérstakur saksóknari, safnliður vegna heilbrigðisstofnana, Fjármálaeftirlitið, Mannvirkjastofnun og Ofanflóðasjóður. Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Neytendur „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Afkoma ríkissjóðs á miðju árinu var nokkru betri en reiknað var með í fjárlögum. Hins vegar eru horfur á að afkoman á árinu öllu verði um 2 milljörðum króna lakari en fjárlög gerðu ráð fyrir. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar sem telur mikilvægt að gripið verði til aðgerða til að koma í veg fyrir að erfið rekstrarstaða nokkurra stofnana verði enn erfiðari. Þá telur Ríkisendurskoðun að taka þurfi afstöðu til þess hvernig fara eigi með uppsafnaðan halla sem nokkrar stofnanir glíma við. Í skýrslunni er fjallað um framkvæmd fjárlaga á fyrstu 6 mánuðum ársins og frumvarp til fjáraukalaga sem nú er til afgreiðslu á Alþingi. Fram kemur að tekjur ríkissjóðs á tímabilinu voru 10,1% umfram áætlun en gjöldin 2,3% undir fjárheimild tímabilsins. Þá kemur fram að frumvarp til fjáraukalaga geri ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs verði 10,6 milljörðum króna meiri á árinu öllu en áætlað var í fjárlögum. Skýringin sé m.a. jákvæðari þróun efnahagsmála en gert var ráð fyrir við samþykkt fjárlaga. Hins vegar sé í frumvarpinu gert ráð fyrir að gjöld ríkissjóðs verði 12,5 milljörðum króna meiri en heimilað var í fjárlögum og að afkoma ársins verði um 2 milljörðum króna lakari en þar var reiknað með. Aukin gjöld skýrist einkum af meiri kostnaði vegna atvinnuleysisbóta, lífeyrisgreiðslna og fleiri liða auk þess sem vaxtagjöld hafi verið meiri en áætlað var í fjárlögum. Í skýrslunni lýsir Ríkisendurskoðun áhyggjum af stöðu stofnana og fjárlagaliða sem eiga erfitt með að láta enda ná saman í rekstri. Stofnunin telur hættu á að rekstrarvandi nokkurra liða muni aukast verði ekki þegar brugðist við honum. Um er að ræða rannsóknarnefndir Alþingis, Sinfóníuhljómsveit Íslands, aðalskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Umboðsmann skuldara, hjúkrunarheimilið Sólvang, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Að mati Ríkisendurskoðunar er mikilvægt að bregðast við vanda þessara liða og koma í veg fyrir að hann aukist. Nokkrir fjárlagaliðir sem á undanförnum árum hafa ítrekað farið fram úr fjárlögum hafa náð að bæta rekstur sinn en glíma við uppsafnaðan halla frá fyrri árum. Ríkisendurskoðun vill að tekin verði afstaða til þess hvernig fara eigi með slíkan uppsafnaðan halla hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Lögreglustjóranum á Suðurnesjum, Landspítalanum, Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, Heilbrigðisstofnun Austurlands og á lið vegna Flugvalla og flugleiðsöguþjónustu. Ríkisendurskoðun hvetur stjórnvöld til að bregðast við miklum afskriftum lána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og Íbúðalánasjóði. Að mati stofnunarinnar virðist ljóst að leggja þarf þessum sjóðum til aukið stofnfé. Loks þarf að mati Ríkisendurskoðunar að huga að fjárveitingum til nokkurra liða þar sem rekstrarafgangur hefur safnast upp. Þetta eru Sérstakur saksóknari, safnliður vegna heilbrigðisstofnana, Fjármálaeftirlitið, Mannvirkjastofnun og Ofanflóðasjóður.
Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Neytendur „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira