Viðskipti innlent

Nær þriðjungur bænda með aðrar tekjur en búrekstur

Samkvæmt niðurstöðum landbúnaðarrannsóknar Hagstofunnar fyrir árið 2010 er nytjað landbúnaðarland, utan afrétta, um 15% af heildarstærð Íslands.

2.592 býli stunduðu landbúnað árið 2010 og tæp 29% þeirra höfðu tekjur af annarri starfsemi en búrekstrinum. Rúm 8% af býlum höfðu hærri tekjur af öðru en búrekstri.

Margir bændur hafa tekjur af annarri starfsemi en landbúnaði til að mynda höfðu 7,1% svarenda hliðartekjur af ferðaþjónustu.

Hagstofa Íslands gefur nú í fyrsta sinn út Hagtíðindi um landbúnaðartölfræði og fjallar um uppbyggingu hennar undanfarin misseri auk þess að birta niðurstöður fyrstu rannsókna og mælinga. Hægt er að sjá niðurstöðurnar á vefsíðu Hagstofunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×