Viðskipti innlent

WOW tók á móti nýrri þotu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skúli Mogensen er forstjóri WOW air.
Skúli Mogensen er forstjóri WOW air.
WOW air tók í gær á móti nýrri Airbus A320 vél, árgerð 2011, og fór hún með farþega WOW air frá London til Íslands í gærkvöldi. Þetta er fyrsta vélin af fjórum nýlegum Airbus A320 vélum sem WOW air mun taka í gagnið fyrir næsta vor. Vélin verður nýjasta þotan sem notuð er í áætlunarflugi til og frá Íslandi af íslensku flugfélagi. Nýju Airbus A320 vélarnar eru mun sparneytnari en eldri vélar félagsins og jafnframt menga þær umtalsvert minna. Engin breyting verður á samstarfi WOW air við Avion Express sem verður áfram flugrekstraraðili WOW air.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×