Viðskipti innlent

Niðurskurðurinn kominn að þolmörkum

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Mynd/Pjetur
Heilbrigðisstofnun Suðurlands fær ekki enn greiddar 32,8 milljónir króna frá ríkinu, sem vantar upp á til rekstursins fyrir árið 2012 en fjárheimildin var samþykkt til að mæta ofgreiddri húsaleigu. Formaður velferðarnefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur áhyggjur af peningaleysi stofnunarinnar og af veikindum starfsfólks, sem rekja má til mikils álags á stofnunni. Á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga í gær á Hellu voru fjölmargar ályktanir samþykktar, m.a. nokkrar frá velferðarnefnd þingsins en þar vakti mesta athygli málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurlands en þar hafa ekki fengist greiddir peningar frá Velferðarráðuneytinu, tæplega 33 milljónir króna, sem búið var að lofa. Unnur Þormóðsdóttir er formaður velferðarnefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Unnur segir að starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sé komin að þolmörkum enda búið að skera gríðarlega mikið niður síðustu ár. Veikindi starfsfólks eru mikil.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×