Matthías Imsland, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Wow air, hefur látið af störfum hjá félaginu, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins. Starfslokin eru að frumkvæði Matthíasar sjálfs.
Matthías var ein helsta driffjöðurinn að stofnun Wow air en hann var áður forstjóri Iceland Express. Á fréttavefnum Pressunni er meðal annars bent á að Matthías hafi verið á meðal hluthafa í WOW.
Skúli Mogensen, eigandi WOW, keypti fyrr í vikunni allan rekstur Iceland Express og sagði þá viðbúið að eitthvað starfsfólk myndi missa vinnuna.
Þegar Skúli tilkynnti starfsfólki WOW í morgun um starfslok Matthíasar fór hann fögrum orðum um hann.
Matthías Imsland hættur hjá WOW
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið




Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa
Viðskipti erlent

Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins
Viðskipti innlent

Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur
Viðskipti innlent



Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar
Viðskipti innlent

Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota
Viðskipti erlent