Segjast falla frá kaupréttarsamningi til að stuðla að vexti 25. október 2012 20:32 Forstjóri Eimskips, Gylfi Sigfússon, tilkynnti á heimasíðu Eimskips í kvöld að fyrirtækið hefði fallið frá umdeildum kaupréttarsamningum stjórnenda fyrirtæksins. Lífeyrissjóðir settu sig harkalega upp á móti kaupréttarsamningunum. Raunar var þetta tilkynnt lífeyrissjóðunum fyrr en Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, sagði í viðtali við fréttastofu stöðvar 2 í kvöld að hann hefði fengið þau skilaboð að búið væri að falla frá þessum hugmyndum og fagnaði hann því. Í tilkynningu Gylfa segir meðal annars orðrétt: „Í framhaldi af móttöku tilboða í lokaða útboðinu hafa lykilstjórnendur Eimskips ákveðið að falla frá öllum kaupréttum sem þeim hafði verið úthlutað af félaginu frá árinu 2010 eftir vel heppnaða endurskipulagningu félagsins." Tilkynningunni lýkur svo á þessum orðum Gylfa: „Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að fyrsta áfanga að skráningu Eimskips á markað er lokið og að veruleg umframeftirspurn hafi verið eftir hlutabréfum félagsins. Það er von okkar að almenningur og aðrir fjárfestar muni sýna félaginu jafn mikinn áhuga og fagfjárfestar hafa nú gert. Eimskip stendur á traustum fótum og umtalsverð tækifæri eru á mörkuðum okkar á Norður-Atlantshafi. Starfsmenn Eimskips hafa ávallt hag félagsins að leiðarljósi. Ég og aðrir lykilstjórnendur viljum tryggja áframhaldandi vöxt Eimskips og framgang félagsins á hlutabréfamarkaði og höfum við því ákveðið að falla frá þeim kaupréttum sem okkur voru veittir." Tengdar fréttir Fallið frá kaupréttarsamningum stjórnenda hjá Eimskip Stórum hluthöfum í Eimskipi hefur verið tilkynnt að fallið verði frá kaupréttarsamningum sem gerðir voru við helstu stjórnendur fyrirtækisins. Tveir af stærstu lífeyrissjóðum landsins tóku ekki þátt í hlutabréfaútboði félagsins meðal annars vegna samninganna. 25. október 2012 18:39 Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Forstjóri Eimskips, Gylfi Sigfússon, tilkynnti á heimasíðu Eimskips í kvöld að fyrirtækið hefði fallið frá umdeildum kaupréttarsamningum stjórnenda fyrirtæksins. Lífeyrissjóðir settu sig harkalega upp á móti kaupréttarsamningunum. Raunar var þetta tilkynnt lífeyrissjóðunum fyrr en Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, sagði í viðtali við fréttastofu stöðvar 2 í kvöld að hann hefði fengið þau skilaboð að búið væri að falla frá þessum hugmyndum og fagnaði hann því. Í tilkynningu Gylfa segir meðal annars orðrétt: „Í framhaldi af móttöku tilboða í lokaða útboðinu hafa lykilstjórnendur Eimskips ákveðið að falla frá öllum kaupréttum sem þeim hafði verið úthlutað af félaginu frá árinu 2010 eftir vel heppnaða endurskipulagningu félagsins." Tilkynningunni lýkur svo á þessum orðum Gylfa: „Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að fyrsta áfanga að skráningu Eimskips á markað er lokið og að veruleg umframeftirspurn hafi verið eftir hlutabréfum félagsins. Það er von okkar að almenningur og aðrir fjárfestar muni sýna félaginu jafn mikinn áhuga og fagfjárfestar hafa nú gert. Eimskip stendur á traustum fótum og umtalsverð tækifæri eru á mörkuðum okkar á Norður-Atlantshafi. Starfsmenn Eimskips hafa ávallt hag félagsins að leiðarljósi. Ég og aðrir lykilstjórnendur viljum tryggja áframhaldandi vöxt Eimskips og framgang félagsins á hlutabréfamarkaði og höfum við því ákveðið að falla frá þeim kaupréttum sem okkur voru veittir."
Tengdar fréttir Fallið frá kaupréttarsamningum stjórnenda hjá Eimskip Stórum hluthöfum í Eimskipi hefur verið tilkynnt að fallið verði frá kaupréttarsamningum sem gerðir voru við helstu stjórnendur fyrirtækisins. Tveir af stærstu lífeyrissjóðum landsins tóku ekki þátt í hlutabréfaútboði félagsins meðal annars vegna samninganna. 25. október 2012 18:39 Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Fallið frá kaupréttarsamningum stjórnenda hjá Eimskip Stórum hluthöfum í Eimskipi hefur verið tilkynnt að fallið verði frá kaupréttarsamningum sem gerðir voru við helstu stjórnendur fyrirtækisins. Tveir af stærstu lífeyrissjóðum landsins tóku ekki þátt í hlutabréfaútboði félagsins meðal annars vegna samninganna. 25. október 2012 18:39