Viðskipti innlent

Hástökkvari mánaðarins fær i pad mini

Magnús Halldórsson skrifar
Sala á i pad mini hefst 2. nóvember, samtímist um nær allan heim, þar með talið á Íslandi.
Sala á i pad mini hefst 2. nóvember, samtímist um nær allan heim, þar með talið á Íslandi.
Hástökkvari mánaðarins í október í Ávöxtunarleiknum fær nýjan i pad (i pad mini) að launum frá epli.is. Verðlaunin verða afhent 2. nóvember, þ.e. n.k. föstudag.

Ávöxtunarleikurinn hófst formlega 1. október og eru nú vel á fimmta þúsund virkir þátttakendur í leiknum sem freista þess að ávaxta spilapeninga sína sem best en hver þátttakandi byrjar með 10 milljónir Keldukróna (spilapeninga).

Leikurinn er samstarfsverkefni Keldunnar, sem á og rekur leikinn, OMX Nasdaq kauphallar Íslands, Vísis, VÍB eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, og Libra. Leikurinn er nákvæmur fjárfestingahermir þar sem sveiflur í einstökum eignaflokkum, s.s. hlutabréfum, skuldabréfum, gjaldeyri og sjóðum, fylgja raunbreytingum á markaði.

Um hver mánaðarmót eru veitt sérstök verðlaun fyrir hástökkvara mánaðarins, þ.e. þann sem nær bestu ávöxtuninni í hverjum mánuði.

Í lok keppnistímabilsins í leiknum, í maí á næsta ári, mun sá sem verður með bestu ávöxtunina fá ferð fyrir tvo til New York og 200 þúsund krónur í sjóðum VÍB að auki.

Hér má skrá sig í Ávöxtunarleikinn, en hægt er að hefja leik hvenær sem er.

Hér má sjá Facebook síðu leiksins þar sem allar tilkynningar varðandi leikinn eru settar inn.

Sá sem bestri ávöxtun hefur náð, þegar þetta er skrifað, er Bjarni Kolbeinsson, en hann hefur ávaxtað spilapeninga sína um 13,69 prósent á tæplega einum mánuði. Fast á hæla hans kemur síðan Rakel Ásgeirsdóttir en hún hefur ávaxtað spilapeninga sína um 10,79.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×