Viðskipti innlent

Gjaldeyrisforðinn helmingi minni en hann var í vor

Heildargjaldeyrisforði Seðlabankans nam um 532,5 milljörðum kr. í lok september og lækkaði um tæpa 254 milljarða kr. frá fyrri mánuði. Þar með er forðinn orðinn nær helmingi minni en hann var í maí s.l. þegar hann nam yfir 1.000 milljörðum kr.

Hreinn gjaldeyrisforði, þ.e. erlendar eignir að frádregnum erlendum skammtíma skuldum, nam um 467 milljörðum kr. í lok september og hækkaði um 9 milljarða milli mánaða. Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans.

Lækkun heilargjaldeyrisforðans skýrist í megindráttum af því að skuldir við fjármálafyrirtæki í slitameðferð minnkuðu, en innstæður á gjaldeyrisreikningum þeirra lækkuðu um tæplega 262 milljarða kr. í mánuðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×