Kraftmikið fortíðarferðalag Trausti Júlíusson skrifar 15. október 2012 11:59 Voyage. Vintage Caravan. Sena. Vintage Caravan er rokktríó sem hefur vakið mikla athygli undanfarið. Sveitin var stofnuð undir nafninu Acid árið 2005. Hún lenti í þriðja sæti á Músíktilraunum 2009 og sigraði í íslenskri forkeppni Global Battle of the Bands í mars 2012. Hún fer til London í desember til að taka þátt í úrslitakeppninni. Vintage Caravan er drulluþétt tónleikasveit, eins og sást og heyrðist á Rokkjötnum í Kaplakrika í haust. Voyage er önnur plata sveitarinnar, en sú fyrri, samnefnd sveitinni, kom út í fyrra og flaug frekar lágt. Tónlist Vintage Caravan er rokk og blúsrokk undir mjög greinilegum áhrifum frá rokktónlist áranna um og eftir 1970. Lagasmíðarnar eru nokkuð fjölbreyttar. Þetta er allt frá kraftmiklum blúsrokklögum yfir í ballöður og þaðan yfir í hið tíu mínútna, kaflaskipta lokalag, The King Voyage. Textarnir, sem eru á ensku, eru ekki síður gamaldags en tónlistin. Textinn við upphafslagið Know Your Place er t.d. ekta kvenfyrirlitningartexti. Aðalstyrkur plötunnar felst í flutningnum. Ryþmaparið Alexander bassaleikari og Guðjón trommuleikari er mjög þétt og söngvarinn og gítarleikarinn Óskar Logi sýnir snilldartakta á gítarinn. Virkilega fjölhæfur og góður gítarleikari. Þetta er mjög sannfærandi rokkplata. Eina vandamálið er að mér finnst sveitin ekki taka þessa tónlist neitt áfram. Þetta er eins og fortíðarferðalag, kraftmikið og flott, en fortíðarferðalag samt sem áður. Þar sem meðlimir Vintage Caravan eru ekki nema 18 ára þá hafa þeir samt nógan tíma til þess að þróa tónlistina og skapa sér sinn eigin stíl. Þangað til er Voyage kraftmikil og skemmtileg rokkplata í anda gömlu meistaranna. Niðurstaða: Öflugt og skemmtilegt rokkplata í anda áranna um og eftir 1970 Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Voyage. Vintage Caravan. Sena. Vintage Caravan er rokktríó sem hefur vakið mikla athygli undanfarið. Sveitin var stofnuð undir nafninu Acid árið 2005. Hún lenti í þriðja sæti á Músíktilraunum 2009 og sigraði í íslenskri forkeppni Global Battle of the Bands í mars 2012. Hún fer til London í desember til að taka þátt í úrslitakeppninni. Vintage Caravan er drulluþétt tónleikasveit, eins og sást og heyrðist á Rokkjötnum í Kaplakrika í haust. Voyage er önnur plata sveitarinnar, en sú fyrri, samnefnd sveitinni, kom út í fyrra og flaug frekar lágt. Tónlist Vintage Caravan er rokk og blúsrokk undir mjög greinilegum áhrifum frá rokktónlist áranna um og eftir 1970. Lagasmíðarnar eru nokkuð fjölbreyttar. Þetta er allt frá kraftmiklum blúsrokklögum yfir í ballöður og þaðan yfir í hið tíu mínútna, kaflaskipta lokalag, The King Voyage. Textarnir, sem eru á ensku, eru ekki síður gamaldags en tónlistin. Textinn við upphafslagið Know Your Place er t.d. ekta kvenfyrirlitningartexti. Aðalstyrkur plötunnar felst í flutningnum. Ryþmaparið Alexander bassaleikari og Guðjón trommuleikari er mjög þétt og söngvarinn og gítarleikarinn Óskar Logi sýnir snilldartakta á gítarinn. Virkilega fjölhæfur og góður gítarleikari. Þetta er mjög sannfærandi rokkplata. Eina vandamálið er að mér finnst sveitin ekki taka þessa tónlist neitt áfram. Þetta er eins og fortíðarferðalag, kraftmikið og flott, en fortíðarferðalag samt sem áður. Þar sem meðlimir Vintage Caravan eru ekki nema 18 ára þá hafa þeir samt nógan tíma til þess að þróa tónlistina og skapa sér sinn eigin stíl. Þangað til er Voyage kraftmikil og skemmtileg rokkplata í anda gömlu meistaranna. Niðurstaða: Öflugt og skemmtilegt rokkplata í anda áranna um og eftir 1970
Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira