Enn á eftir að þingfesta prófmálin BBI skrifar 18. október 2012 14:16 Málin verða rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Mynd/GVA Enn hafa aðeins tvö mál verið þingfest af prófmálunum ellefu sem eiga að svara áleitnum spurningum um gengistryggðu lánin. Til stóð að málin yrðu keyrð á miklum hraða gegnum dómskerfið svo niðurstaða fengist í þetta mikilvæga deilumál sem fyrst en nú er ríflega mánuður liðinn frá því að réttarhléi lauk og staðan er enn sú sama og í vor. Rétt áður en réttarhlé hófst í vor tókst að þingfesta tvö af prófmálunum ellefu sem eiga að fá flýtimeðferð hjá dómstólum. Þá var stefnt að því að þingfesta afgang málanna um leið og réttarhléð kláraðist og menn bjuggust við fyrstu niðurstöðum fyrir áramót. Þingfesting málanna hefur hins vegar dregist af ýmsum sökum og það fer að verða tvísýnt að niðurstaða náist fyrir áramót. „Þetta tekur of langan tíma, ég tek undir það," segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. „En ég vonast til að nú fyrir næstu mánaðarmót verði búið að þingfesta öll einstaklingsmálin. Og ég vil beita mínu embætti fyrir því að allir sem mögulega geti flýtt fyrir niðurstöðu geri sitt besta til þess." Ásta segir að þó mikilvægt sé að fá niðurstöðu í málin sem fyrst megi ekki gleyma því að þetta eru tímafrek mál og flókið að setja sig inn í þau, bæði fyrir lögmenn og aðila. „Þetta er tvíbent. Þessi mál eru í eðli sínu mjög flókin og það þarf að vanda mikið til verka. Það tekur tíma. Hins vegar er mikilvægt að fá niðurstöðu sem fyrst. Ég deili þessum áhyggjum. Þetta er að taka of langan tíma en ég held að það séu eðlilegar og skiljanlegar ástæður fyrir því," segir Ásta.Vonast enn eftir niðurstöðu fyrir áramót Ásta sagði í fjölmiðlum í vor að fólk mætti búast við niðurstöðum í málunum frá héraðsdómstólum fyrir áramót. „Ég var náttúrlega mjög bjartsýn í vor. En ég ætla nú bara að halda í þá bjartsýni," segir hún. „Til dæmis getur fyrsta málið sem þegar er búið að þingfesta svarað mjög mörgum spurningum." Ásta telur að allir í kerfinu séu meðvitaðir um að það sé mikilvægt að flýta málunum. „Það eru svo margir að bíða. Svo ég held að allir geri sitt besta til að flýta ferlinu," segir hún. Hún bendir þó á að þegar niðurstaða héraðsdóms liggur fyrir eigi málin eftir að fara í gegnum Hæstarétt. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Enn hafa aðeins tvö mál verið þingfest af prófmálunum ellefu sem eiga að svara áleitnum spurningum um gengistryggðu lánin. Til stóð að málin yrðu keyrð á miklum hraða gegnum dómskerfið svo niðurstaða fengist í þetta mikilvæga deilumál sem fyrst en nú er ríflega mánuður liðinn frá því að réttarhléi lauk og staðan er enn sú sama og í vor. Rétt áður en réttarhlé hófst í vor tókst að þingfesta tvö af prófmálunum ellefu sem eiga að fá flýtimeðferð hjá dómstólum. Þá var stefnt að því að þingfesta afgang málanna um leið og réttarhléð kláraðist og menn bjuggust við fyrstu niðurstöðum fyrir áramót. Þingfesting málanna hefur hins vegar dregist af ýmsum sökum og það fer að verða tvísýnt að niðurstaða náist fyrir áramót. „Þetta tekur of langan tíma, ég tek undir það," segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. „En ég vonast til að nú fyrir næstu mánaðarmót verði búið að þingfesta öll einstaklingsmálin. Og ég vil beita mínu embætti fyrir því að allir sem mögulega geti flýtt fyrir niðurstöðu geri sitt besta til þess." Ásta segir að þó mikilvægt sé að fá niðurstöðu í málin sem fyrst megi ekki gleyma því að þetta eru tímafrek mál og flókið að setja sig inn í þau, bæði fyrir lögmenn og aðila. „Þetta er tvíbent. Þessi mál eru í eðli sínu mjög flókin og það þarf að vanda mikið til verka. Það tekur tíma. Hins vegar er mikilvægt að fá niðurstöðu sem fyrst. Ég deili þessum áhyggjum. Þetta er að taka of langan tíma en ég held að það séu eðlilegar og skiljanlegar ástæður fyrir því," segir Ásta.Vonast enn eftir niðurstöðu fyrir áramót Ásta sagði í fjölmiðlum í vor að fólk mætti búast við niðurstöðum í málunum frá héraðsdómstólum fyrir áramót. „Ég var náttúrlega mjög bjartsýn í vor. En ég ætla nú bara að halda í þá bjartsýni," segir hún. „Til dæmis getur fyrsta málið sem þegar er búið að þingfesta svarað mjög mörgum spurningum." Ásta telur að allir í kerfinu séu meðvitaðir um að það sé mikilvægt að flýta málunum. „Það eru svo margir að bíða. Svo ég held að allir geri sitt besta til að flýta ferlinu," segir hún. Hún bendir þó á að þegar niðurstaða héraðsdóms liggur fyrir eigi málin eftir að fara í gegnum Hæstarétt.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira