Viðskipti innlent

Yfir þúsund búnir að skrá sig í Ávöxtunarleikinn

Magnús Halldórsson skrifar
Mikill áhugi hefur verið á nýjum Ávöxtunarleik sem settur var í loftið í morgun, en innskráning í hann fer fram á Vísi.
Mikill áhugi hefur verið á nýjum Ávöxtunarleik sem settur var í loftið í morgun, en innskráning í hann fer fram á Vísi.
Þrátt fyrir Ávöxtunarleikurinn hafi formlega verið settur af stað klukkan 10:00 í morgun, þ.e. fyrir ríflega fimm klukkutímum, þá hafa meira en þúsund spilarar skráð sig til leiks og framkvæmt 5.762 viðskipti, eða á um fjögurra sekúndna fresti á meðan leikurinn hefur verið í loftinu.

Vinsælustu eignirnar á meðal þeirra sem eru byrjaðir að láta til sín taka í fjárfestingum, eru evrur, hlutabréf í Reginn og síðan fjárfesting í Stefnir Scandinavian Fund.

Í Ávöxtunarleiknum keppa þátttakendur í ávöxtun gervipeninga, svokallaðra Keldukróna, en innskráning í leikinn fer fram á Vísi. Keldan er eigandi og rekstraraðili leiksins en hann er samstarfsverkefni Vísis, VÍB eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, Kauphallarinnar og Libra.

Vegleg verðlaun eru í boði fyrir þann sem skilar bestu ávöxtun þegar keppnin verður gerð upp næsta vor. Vinningar fyrir sigurvegara keppninnar eru m.a. ferð fyrir tvo til New York og 200.000 krónur í sjóðum hjá VÍB. Jafnframt verða veitt verðlaun til hástökkvara mánaðarins hverju sinni, út keppnistímabilið.

Sjá má Facebook síðu leiksins hér, en þar koma inn allar helstu upplýsingar um gang mála í leiknum.

Hér er hægt að skrá sig leiks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×