Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs skorar á Íbúðalánasjóð að auglýsa eignir sjóðsins á Fljótsdalshéraði til leigu. Þetta var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í vikunni.
Bæjarstjórn telur að útleigan myndi hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu á svæðinu til lengri tíma litið og auk þess skapa tekjur sem létta undir með rekstri eigna sjóðsins.
Bæjarstjórn telur að nokkur eftirspurn sé eftir leiguhúsnæði á Fljótsdalshéraði og vonast því til þess að Íbúðalánasjóður verði við áskoruninni.
Frá þessu er greint á vef Fljótsdalshéraðs.
Íbúðalánasjóður leigi út eignir sínar
BBI skrifar

Mest lesið

Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play
Viðskipti innlent

Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


HBO Max streymisveitan komin til Íslands
Viðskipti innlent

Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play
Viðskipti innlent

Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög
Viðskipti innlent

Gengi Play í frjálsu falli
Viðskipti innlent

Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur
Viðskipti innlent

Orri til liðs við Íslandsbanka
Viðskipti innlent
Fleiri fréttir
