Leiguverðið hækkar mest miðsvæðis Magnús Halldórsson skrifar 22. september 2012 11:28 Leiguverð hefur hækkað umtalsvert að undanförnu en algengt er á þessum árstíma að námsfólk leigi sér húsnæði eða endurnýji leigusamninga. Lögfræðingur Neytendasamtakanna gefur leigutökum og leigusölum einfalt ráð til að koma í veg fyrir vandræði. Það er að hafa allt skriflegt sem samið er um. Grundvallarbreyting hefur orðið á húsnæðismarkaði hér á landi eftir hrun fjármálakerfisins og niðursveiflu fasteignamarkaðarins. Þetta hefur leitt til þess að sífellt fleiri reyna nú að leigja á markaði sem hefur hækkað leigu umtalsvert á skömmum tíma. Á einu ári hefur leiguverð hækkað um ríflega 10 prósent að meðaltali. Mest er hækkunin á vinsælum svæðum miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu, ekki síst í grennd við Háskóla Íslands, þar sem eftirspurn er umtalsvert meiri en framboðið. Á höfuðborgarsvæðinu er leiguverðið hæst vestan Kringlumýrarbrautar og á Seltjarnarnesi en þar er meðalleiguverðið á stúdíóíbúð tvö þúsund og þrjú hundruð krónur á fermetrann, fyrir tveggja herbergja íbúð tæplega tvö þúsund krónur, fyrir þriggja herbergja íbúð tæplega átján hundruð krónur og fyrir fjögurra til fimm herbergja íbúð tæplega sautján hundruð krónur á fermetrann. Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum, segir að auknum umsvifum á leigumarkaði hafi fylgt ýmis vandamál, sem rati inn á borð samtakanna. „Frá því við tókum við þjónustunni hefur þetta aukist töluvert. Við vorum með um þúsund mál allt árið í fyrra. Við gerðum þennan samning við velferðarráðuneytið í maí. Eftir þann tíma komu um 800 mál þar sem eftir var þess árs. Í ár eru þetta orðið um 1100 mál," segir hún. Og þegar komi að leigusamningsgerð sé eitt ráð betra en önnur. „Það sem helst ætti að hafa bakvið eyrað og við erum alltaf að reka okkur á er að hafa samskipti sem mest skrifleg. Fólk er rosalega viðkvæmt fyrir því, vill hafa hlutina á vinalegu nótunum, í símtali eða bara augliti til auglits. Það er bara svo erfitt að sanna hverju maður heldur fram í svoleiðis málum. Svo það er mjög brýnt ef það þarf að koma orðsendingum á milli að hafa það í bréfi eða tölvupósti," segir Hildigunnur. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Leiguverð hefur hækkað umtalsvert að undanförnu en algengt er á þessum árstíma að námsfólk leigi sér húsnæði eða endurnýji leigusamninga. Lögfræðingur Neytendasamtakanna gefur leigutökum og leigusölum einfalt ráð til að koma í veg fyrir vandræði. Það er að hafa allt skriflegt sem samið er um. Grundvallarbreyting hefur orðið á húsnæðismarkaði hér á landi eftir hrun fjármálakerfisins og niðursveiflu fasteignamarkaðarins. Þetta hefur leitt til þess að sífellt fleiri reyna nú að leigja á markaði sem hefur hækkað leigu umtalsvert á skömmum tíma. Á einu ári hefur leiguverð hækkað um ríflega 10 prósent að meðaltali. Mest er hækkunin á vinsælum svæðum miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu, ekki síst í grennd við Háskóla Íslands, þar sem eftirspurn er umtalsvert meiri en framboðið. Á höfuðborgarsvæðinu er leiguverðið hæst vestan Kringlumýrarbrautar og á Seltjarnarnesi en þar er meðalleiguverðið á stúdíóíbúð tvö þúsund og þrjú hundruð krónur á fermetrann, fyrir tveggja herbergja íbúð tæplega tvö þúsund krónur, fyrir þriggja herbergja íbúð tæplega átján hundruð krónur og fyrir fjögurra til fimm herbergja íbúð tæplega sautján hundruð krónur á fermetrann. Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum, segir að auknum umsvifum á leigumarkaði hafi fylgt ýmis vandamál, sem rati inn á borð samtakanna. „Frá því við tókum við þjónustunni hefur þetta aukist töluvert. Við vorum með um þúsund mál allt árið í fyrra. Við gerðum þennan samning við velferðarráðuneytið í maí. Eftir þann tíma komu um 800 mál þar sem eftir var þess árs. Í ár eru þetta orðið um 1100 mál," segir hún. Og þegar komi að leigusamningsgerð sé eitt ráð betra en önnur. „Það sem helst ætti að hafa bakvið eyrað og við erum alltaf að reka okkur á er að hafa samskipti sem mest skrifleg. Fólk er rosalega viðkvæmt fyrir því, vill hafa hlutina á vinalegu nótunum, í símtali eða bara augliti til auglits. Það er bara svo erfitt að sanna hverju maður heldur fram í svoleiðis málum. Svo það er mjög brýnt ef það þarf að koma orðsendingum á milli að hafa það í bréfi eða tölvupósti," segir Hildigunnur.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira