Viðskipti innlent

Yfir 10 manns sagt upp í Straumsvík

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Alcan á Íslandi, sem rekur álverið í Straumsvík, sagði í gær upp tíu manns. Til stendur að skera niður um 27 stöðugildi en vegna starfsmannaveltu mun ekki þurfa að segja upp nema tæplega helmingi.

Ólafur Teitur Guðnason, yfirmaður samskiptasviðs Alcans, segir að ástæðuna megi rekja til tapreksturs vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði á áli og hækkunar á hráefniskostnaði, svo sem rafskautum og súráli. „Rafmagnsverðið er fast, það lækkar ekki lengur með lækkandi álverði og það gerir svona niðursveiflur erfiðari viðfangs," segir Ólafur Teitur.

Tap Alcan hefur numið yfir 500 milljónum á ári og því hefur verið gripið til margvíslegra aðhaldsaðgerða. Ólafur Teitur segist telja að þetta sé í fyrsta sinn sem fyrirtækið hafi gripið til aðhaldsaðgerða af þessu tagi í yfir 20 ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×