Gerðu ráð fyrir að ríkissjóður gæti tapað þremur milljörðum á Sjóvá Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. september 2012 20:39 Ríkisstjórn Íslands gerði ráð fyrir að ríkissjóður gæti tapað þremur milljörðum króna ef farið yrði í að bjarga Sjóvá frá gjaldþroti. Í minnisblaði sem Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, kynnti fyrir ríkisstjórn þann 29. júní 2009 er gert grein fyrir þessari áhættu. Þetta minnisblað var á meðal gagna sem kynnt voru í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun, að beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þingmanns. Í minnisblaðinu kemur fram að sextán milljarða króna þurfi að leggja inn í sjóði Sjóvá til að það verði starfhæft samkvæmt skilyrðum FME. Skilanefnd Glitnis sé reiðubúin til að koma með 2,8 milljarða króna og Íslandsbanki með um 1,5 milljarða. Ríkissjóður þurfi að leggja inn um 12 milljarða króna. Í minnisblaðinu segir að það sé álitamál hvort og hvernig stjórnvöld komi einstökum fyrirtækjum til aðstoðar og tryggi áframhaldandi starfsemi þeirra. Þar kemur fram að fari tryggingarfélag á Íslandi í greiðsluþrot gæti það haft alvarleg áhrif á endurtryggingasamninga, ekki bara Sjóvár heldur einnig samninga annarra tryggingarfélaga. Þetta gæti þýtt mun hærri iðgjöld sem þurfi að greiða til erlendra endurtryggjenda og þar með hækkunum á iðgjöldum til innlendra aðila. Björgun frá þroti og þar með vörn frá mögulegri hækkun á iðgjöldum til erlendra endurtryggjenda dragi úr greiðsluflæði í erlendri mynt vegna hærri iðgjalda. Þá er bent á að töluverður áhugi sé á að kaupa Sjóvá frá ýmsum aðilum og þessi aðgerði einfaldi söluferli. Þá muni hærra verð fást fyrir félagið ef það er í samfelldum rekstri. Einnig er bent við hættum af björgun á rekstri Sjóvár og óæskileg fordæmi kunni að skapast. Önnur tryggingafélög gætu farið fram á sömu meðferð, en ekki sé vitað til þess að þau séu í viðlíka vandræðum. Þá sé hugsanlega hægt að líta á þetta sem ríkisvæðingu og þar með sé verið að hafa áhrif á samkeppnisstöðu Sjóvár til hins betra þar sem félagið yrði óbeint að mestu í eigu ríkissjóðs. Eftir að ríkissjóður, Íslandsbanki og Sklilanefndin lögðu Sjóvá til aukið eigið fé keyptu sjóðir í eigu Stefnis, dótturfélags Arion banka, meirihluta í félaginu. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands gerði ráð fyrir að ríkissjóður gæti tapað þremur milljörðum króna ef farið yrði í að bjarga Sjóvá frá gjaldþroti. Í minnisblaði sem Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, kynnti fyrir ríkisstjórn þann 29. júní 2009 er gert grein fyrir þessari áhættu. Þetta minnisblað var á meðal gagna sem kynnt voru í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun, að beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þingmanns. Í minnisblaðinu kemur fram að sextán milljarða króna þurfi að leggja inn í sjóði Sjóvá til að það verði starfhæft samkvæmt skilyrðum FME. Skilanefnd Glitnis sé reiðubúin til að koma með 2,8 milljarða króna og Íslandsbanki með um 1,5 milljarða. Ríkissjóður þurfi að leggja inn um 12 milljarða króna. Í minnisblaðinu segir að það sé álitamál hvort og hvernig stjórnvöld komi einstökum fyrirtækjum til aðstoðar og tryggi áframhaldandi starfsemi þeirra. Þar kemur fram að fari tryggingarfélag á Íslandi í greiðsluþrot gæti það haft alvarleg áhrif á endurtryggingasamninga, ekki bara Sjóvár heldur einnig samninga annarra tryggingarfélaga. Þetta gæti þýtt mun hærri iðgjöld sem þurfi að greiða til erlendra endurtryggjenda og þar með hækkunum á iðgjöldum til innlendra aðila. Björgun frá þroti og þar með vörn frá mögulegri hækkun á iðgjöldum til erlendra endurtryggjenda dragi úr greiðsluflæði í erlendri mynt vegna hærri iðgjalda. Þá er bent á að töluverður áhugi sé á að kaupa Sjóvá frá ýmsum aðilum og þessi aðgerði einfaldi söluferli. Þá muni hærra verð fást fyrir félagið ef það er í samfelldum rekstri. Einnig er bent við hættum af björgun á rekstri Sjóvár og óæskileg fordæmi kunni að skapast. Önnur tryggingafélög gætu farið fram á sömu meðferð, en ekki sé vitað til þess að þau séu í viðlíka vandræðum. Þá sé hugsanlega hægt að líta á þetta sem ríkisvæðingu og þar með sé verið að hafa áhrif á samkeppnisstöðu Sjóvár til hins betra þar sem félagið yrði óbeint að mestu í eigu ríkissjóðs. Eftir að ríkissjóður, Íslandsbanki og Sklilanefndin lögðu Sjóvá til aukið eigið fé keyptu sjóðir í eigu Stefnis, dótturfélags Arion banka, meirihluta í félaginu.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira