Gerðu ráð fyrir að ríkissjóður gæti tapað þremur milljörðum á Sjóvá Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. september 2012 20:39 Ríkisstjórn Íslands gerði ráð fyrir að ríkissjóður gæti tapað þremur milljörðum króna ef farið yrði í að bjarga Sjóvá frá gjaldþroti. Í minnisblaði sem Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, kynnti fyrir ríkisstjórn þann 29. júní 2009 er gert grein fyrir þessari áhættu. Þetta minnisblað var á meðal gagna sem kynnt voru í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun, að beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þingmanns. Í minnisblaðinu kemur fram að sextán milljarða króna þurfi að leggja inn í sjóði Sjóvá til að það verði starfhæft samkvæmt skilyrðum FME. Skilanefnd Glitnis sé reiðubúin til að koma með 2,8 milljarða króna og Íslandsbanki með um 1,5 milljarða. Ríkissjóður þurfi að leggja inn um 12 milljarða króna. Í minnisblaðinu segir að það sé álitamál hvort og hvernig stjórnvöld komi einstökum fyrirtækjum til aðstoðar og tryggi áframhaldandi starfsemi þeirra. Þar kemur fram að fari tryggingarfélag á Íslandi í greiðsluþrot gæti það haft alvarleg áhrif á endurtryggingasamninga, ekki bara Sjóvár heldur einnig samninga annarra tryggingarfélaga. Þetta gæti þýtt mun hærri iðgjöld sem þurfi að greiða til erlendra endurtryggjenda og þar með hækkunum á iðgjöldum til innlendra aðila. Björgun frá þroti og þar með vörn frá mögulegri hækkun á iðgjöldum til erlendra endurtryggjenda dragi úr greiðsluflæði í erlendri mynt vegna hærri iðgjalda. Þá er bent á að töluverður áhugi sé á að kaupa Sjóvá frá ýmsum aðilum og þessi aðgerði einfaldi söluferli. Þá muni hærra verð fást fyrir félagið ef það er í samfelldum rekstri. Einnig er bent við hættum af björgun á rekstri Sjóvár og óæskileg fordæmi kunni að skapast. Önnur tryggingafélög gætu farið fram á sömu meðferð, en ekki sé vitað til þess að þau séu í viðlíka vandræðum. Þá sé hugsanlega hægt að líta á þetta sem ríkisvæðingu og þar með sé verið að hafa áhrif á samkeppnisstöðu Sjóvár til hins betra þar sem félagið yrði óbeint að mestu í eigu ríkissjóðs. Eftir að ríkissjóður, Íslandsbanki og Sklilanefndin lögðu Sjóvá til aukið eigið fé keyptu sjóðir í eigu Stefnis, dótturfélags Arion banka, meirihluta í félaginu. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands gerði ráð fyrir að ríkissjóður gæti tapað þremur milljörðum króna ef farið yrði í að bjarga Sjóvá frá gjaldþroti. Í minnisblaði sem Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, kynnti fyrir ríkisstjórn þann 29. júní 2009 er gert grein fyrir þessari áhættu. Þetta minnisblað var á meðal gagna sem kynnt voru í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun, að beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þingmanns. Í minnisblaðinu kemur fram að sextán milljarða króna þurfi að leggja inn í sjóði Sjóvá til að það verði starfhæft samkvæmt skilyrðum FME. Skilanefnd Glitnis sé reiðubúin til að koma með 2,8 milljarða króna og Íslandsbanki með um 1,5 milljarða. Ríkissjóður þurfi að leggja inn um 12 milljarða króna. Í minnisblaðinu segir að það sé álitamál hvort og hvernig stjórnvöld komi einstökum fyrirtækjum til aðstoðar og tryggi áframhaldandi starfsemi þeirra. Þar kemur fram að fari tryggingarfélag á Íslandi í greiðsluþrot gæti það haft alvarleg áhrif á endurtryggingasamninga, ekki bara Sjóvár heldur einnig samninga annarra tryggingarfélaga. Þetta gæti þýtt mun hærri iðgjöld sem þurfi að greiða til erlendra endurtryggjenda og þar með hækkunum á iðgjöldum til innlendra aðila. Björgun frá þroti og þar með vörn frá mögulegri hækkun á iðgjöldum til erlendra endurtryggjenda dragi úr greiðsluflæði í erlendri mynt vegna hærri iðgjalda. Þá er bent á að töluverður áhugi sé á að kaupa Sjóvá frá ýmsum aðilum og þessi aðgerði einfaldi söluferli. Þá muni hærra verð fást fyrir félagið ef það er í samfelldum rekstri. Einnig er bent við hættum af björgun á rekstri Sjóvár og óæskileg fordæmi kunni að skapast. Önnur tryggingafélög gætu farið fram á sömu meðferð, en ekki sé vitað til þess að þau séu í viðlíka vandræðum. Þá sé hugsanlega hægt að líta á þetta sem ríkisvæðingu og þar með sé verið að hafa áhrif á samkeppnisstöðu Sjóvár til hins betra þar sem félagið yrði óbeint að mestu í eigu ríkissjóðs. Eftir að ríkissjóður, Íslandsbanki og Sklilanefndin lögðu Sjóvá til aukið eigið fé keyptu sjóðir í eigu Stefnis, dótturfélags Arion banka, meirihluta í félaginu.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira