Borgin ætlar að kaupa Umferðarmiðstöðina fyrir 450 milljónir Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. september 2012 10:41 Dagur B. Eggertsson er formaður borgarráðs. Reykjavíkurborg hyggst kaupa Umferðarmiðstöðina og lóðina sem fylgir henni fyrir 445 milljónir króna. Seljendur eru Mynni ehf og Landsbanki Íslands. Kauptilboðið var rætt á fundi borgarráðs í morgun, en staðfestingu kauptilboðsins var frestað að beiðni fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarráði. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir í samtali við Vísi að Reykjavíkurborg hyggist nýta Umferðarmiðstöðina sem miðstöð almenningssamgangna í Reykjavík. Að auki verður óvissu varðandi skipulagið á þessu svæði eytt með kaupunum þar sem Reykjavíkurborg mun hafa fullt vald yfir svæðinu. Með kaupunum á Umferðarmiðstöðinni gefst borginni kostur á að deiliskipuleggja svæðið þar í heild sinni. Gerir borgin ráð fyrir fjölbreyttri uppbyggingu á svæðinu enda nýtur það nálægðar við háskólasvæðið í Vatnsmýri og nýjan Landspítala. Hugmyndin er að þarna rísi blönduð byggð lítilla og meðalstórra íbúða sem muni henta ungu fólki. Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að hugmyndir Reykjavíkurborgar varðandi Umferðarmiðstöðina gangi út á það að leiðakerfi Strætó bs verði breytt þannig að Umferðarmiðstöðin taki að mestu við núverandi hlutverki skiptistöðvar á Hlemmi. Kaupunum fylgir leigusamningur við Kynnisferðir. Stefnt er að því að gera nýjan samning við fyrirtækið sem taki mið af breyttum aðstæðum en taki jafnframt tillit til hagsmuna fyrirtækisins. Öðrum þjónustuaðilum verður boðin aðstaða í húsinu svo það geti orðið öflug skiptistöð í samgöngum sem tengist þjónustu við ferðamenn og flugsamgöngur. Gert er ráð fyrir því að sala á farmiðum, ferðum, upplýsingaþjónusta um gistingu og hótel, aðstaða fyrir leigubíla, bílaleigur og hjólaleigu verði til staðar í húsinu. Þá mun verða aðstaða í húsinu fyrir ýmis konar þjónustu, t.d. litlar búðir, veitingastaði, hraðbanka, netkaffi og fleira sem geri það meira aðlaðandi. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Reykjavíkurborg hyggst kaupa Umferðarmiðstöðina og lóðina sem fylgir henni fyrir 445 milljónir króna. Seljendur eru Mynni ehf og Landsbanki Íslands. Kauptilboðið var rætt á fundi borgarráðs í morgun, en staðfestingu kauptilboðsins var frestað að beiðni fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarráði. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir í samtali við Vísi að Reykjavíkurborg hyggist nýta Umferðarmiðstöðina sem miðstöð almenningssamgangna í Reykjavík. Að auki verður óvissu varðandi skipulagið á þessu svæði eytt með kaupunum þar sem Reykjavíkurborg mun hafa fullt vald yfir svæðinu. Með kaupunum á Umferðarmiðstöðinni gefst borginni kostur á að deiliskipuleggja svæðið þar í heild sinni. Gerir borgin ráð fyrir fjölbreyttri uppbyggingu á svæðinu enda nýtur það nálægðar við háskólasvæðið í Vatnsmýri og nýjan Landspítala. Hugmyndin er að þarna rísi blönduð byggð lítilla og meðalstórra íbúða sem muni henta ungu fólki. Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að hugmyndir Reykjavíkurborgar varðandi Umferðarmiðstöðina gangi út á það að leiðakerfi Strætó bs verði breytt þannig að Umferðarmiðstöðin taki að mestu við núverandi hlutverki skiptistöðvar á Hlemmi. Kaupunum fylgir leigusamningur við Kynnisferðir. Stefnt er að því að gera nýjan samning við fyrirtækið sem taki mið af breyttum aðstæðum en taki jafnframt tillit til hagsmuna fyrirtækisins. Öðrum þjónustuaðilum verður boðin aðstaða í húsinu svo það geti orðið öflug skiptistöð í samgöngum sem tengist þjónustu við ferðamenn og flugsamgöngur. Gert er ráð fyrir því að sala á farmiðum, ferðum, upplýsingaþjónusta um gistingu og hótel, aðstaða fyrir leigubíla, bílaleigur og hjólaleigu verði til staðar í húsinu. Þá mun verða aðstaða í húsinu fyrir ýmis konar þjónustu, t.d. litlar búðir, veitingastaði, hraðbanka, netkaffi og fleira sem geri það meira aðlaðandi.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira