SA segja ríkisstjórnina ögra fyrirtækjum og svíkja loforð Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. september 2012 17:13 Vilhjálmur Egilsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2013 sem kynnt var í dag er ögrun við fyrirtækin í landinu og starfsfólk þeirra, segja Samtök atvinnulífsins. Á vef samtakanna segir að ætlunin sé að hækka tryggingagjald þannig að fyrirtækin fá ekki að njóta lækkaðra útgjalda til atvinnuleysistrygginga eins og gert hafi verið ráð fyrir við gerð kjarasamninga vorið 2011. Þannig sé ráðist að forsendum kjarasamninga og möguleikum fyrirtækjanna að standa við þá án þess að hækka verðlag. Skýrt kom fram þegar samningarnir voru kynntir að gert var ráð fyrir að tryggingargjaldið yrði lækkað í takt við minnkandi atvinnuleysi. Við fyrstu sýn virðist sem lækkunin ætti að nema a.m.k. 0,5% 2013. Þá segir að fyrirvaralaus þreföldun virðisaukaskatts á gistiþjónustu muni kollvarpa áætlunum ferðaþjónustunnar fyrir næsta ár. Viðskipti við erlend ferðaþjónustufyrirtæki séu sett í uppnám og greininni gert erfitt fyrir að standa undir þeirri fjárfestingu sem ráðist var í, í kjölfar markaðsátaks erlendis sem stutt var af stjórnvöldum. Hækkun vörugjalda á bílaleigubíla sé önnur alvarleg atlaga að ferðaþjónustunni. Þá segja Samtök atvinnulífsins að síhækkandi álögur á fjármálafyrirtæki, nú í formi sérstaks viðbótarþreps í fjársýsluskatti, bitni fyrst og fremst á viðskiptavinum þeirra með hærri vöxtum og þjónustugjöldum og séu ekki til þess fallnar að örva fjárfestingar, fjölga störfum og stækka skattstofna sem ætti að vera megin viðfangsefni og markmið stjórnvalda. Þá segir að atvinnulífið hafi ekki átt von á því að einföldun á álagningu vörugjalda á matvæli myndi leiða til 800 milljóna króna skattahækkunar eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Þessi hækkun muni koma beint fram í hækkuðu vöruverði. Tengdar fréttir Ferðaskrifstofur um allan heim bíða upplýsinga frá Íslandi Ferðaskrifstofur um heiminn sem eiga viðskipti við Íslands bíða nú eftir upplýsingum úr fjárlögum ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Óskað hefur verið eftir því að beðið verið með hækkun virðisaukaskatts í ferðaþjónustunni en þær eru sagðar kollvarpa áætlunum fyrir næsta ár. 11. september 2012 12:20 Gistináttagjaldið verður hækkað Virðisaukaskattur á gistingu verður 25,5% í stað 7% frá og með 1. maí 2013, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var fjölmiðlum í dag. Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra kynnti frumvarpið fyrir fjölmiðlamönnum klukkan ellefu í morgun. Áætlað er að þetta skili ríkissjóði 2,6 milljörðum króna í viðbótartekjur á næsta ári. 11. september 2012 16:00 Skattlagning á neftóbak tvöfölduð Í nýbirtu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að skattlagning á neftóbak verði tvöfölduð. Skattlagning á neftóbak hingað til er talin hafa verið óeðlilega lág samanborið við annað tóbak. 11. september 2012 16:00 Fjárlög kynnt á Alþingi í dag Fjárlagafrumvarp ársins 2013 verður lagt fram og kynnt á fyrsta degi haustþings í dag. 11. september 2012 06:00 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2013 sem kynnt var í dag er ögrun við fyrirtækin í landinu og starfsfólk þeirra, segja Samtök atvinnulífsins. Á vef samtakanna segir að ætlunin sé að hækka tryggingagjald þannig að fyrirtækin fá ekki að njóta lækkaðra útgjalda til atvinnuleysistrygginga eins og gert hafi verið ráð fyrir við gerð kjarasamninga vorið 2011. Þannig sé ráðist að forsendum kjarasamninga og möguleikum fyrirtækjanna að standa við þá án þess að hækka verðlag. Skýrt kom fram þegar samningarnir voru kynntir að gert var ráð fyrir að tryggingargjaldið yrði lækkað í takt við minnkandi atvinnuleysi. Við fyrstu sýn virðist sem lækkunin ætti að nema a.m.k. 0,5% 2013. Þá segir að fyrirvaralaus þreföldun virðisaukaskatts á gistiþjónustu muni kollvarpa áætlunum ferðaþjónustunnar fyrir næsta ár. Viðskipti við erlend ferðaþjónustufyrirtæki séu sett í uppnám og greininni gert erfitt fyrir að standa undir þeirri fjárfestingu sem ráðist var í, í kjölfar markaðsátaks erlendis sem stutt var af stjórnvöldum. Hækkun vörugjalda á bílaleigubíla sé önnur alvarleg atlaga að ferðaþjónustunni. Þá segja Samtök atvinnulífsins að síhækkandi álögur á fjármálafyrirtæki, nú í formi sérstaks viðbótarþreps í fjársýsluskatti, bitni fyrst og fremst á viðskiptavinum þeirra með hærri vöxtum og þjónustugjöldum og séu ekki til þess fallnar að örva fjárfestingar, fjölga störfum og stækka skattstofna sem ætti að vera megin viðfangsefni og markmið stjórnvalda. Þá segir að atvinnulífið hafi ekki átt von á því að einföldun á álagningu vörugjalda á matvæli myndi leiða til 800 milljóna króna skattahækkunar eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Þessi hækkun muni koma beint fram í hækkuðu vöruverði.
Tengdar fréttir Ferðaskrifstofur um allan heim bíða upplýsinga frá Íslandi Ferðaskrifstofur um heiminn sem eiga viðskipti við Íslands bíða nú eftir upplýsingum úr fjárlögum ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Óskað hefur verið eftir því að beðið verið með hækkun virðisaukaskatts í ferðaþjónustunni en þær eru sagðar kollvarpa áætlunum fyrir næsta ár. 11. september 2012 12:20 Gistináttagjaldið verður hækkað Virðisaukaskattur á gistingu verður 25,5% í stað 7% frá og með 1. maí 2013, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var fjölmiðlum í dag. Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra kynnti frumvarpið fyrir fjölmiðlamönnum klukkan ellefu í morgun. Áætlað er að þetta skili ríkissjóði 2,6 milljörðum króna í viðbótartekjur á næsta ári. 11. september 2012 16:00 Skattlagning á neftóbak tvöfölduð Í nýbirtu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að skattlagning á neftóbak verði tvöfölduð. Skattlagning á neftóbak hingað til er talin hafa verið óeðlilega lág samanborið við annað tóbak. 11. september 2012 16:00 Fjárlög kynnt á Alþingi í dag Fjárlagafrumvarp ársins 2013 verður lagt fram og kynnt á fyrsta degi haustþings í dag. 11. september 2012 06:00 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Ferðaskrifstofur um allan heim bíða upplýsinga frá Íslandi Ferðaskrifstofur um heiminn sem eiga viðskipti við Íslands bíða nú eftir upplýsingum úr fjárlögum ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Óskað hefur verið eftir því að beðið verið með hækkun virðisaukaskatts í ferðaþjónustunni en þær eru sagðar kollvarpa áætlunum fyrir næsta ár. 11. september 2012 12:20
Gistináttagjaldið verður hækkað Virðisaukaskattur á gistingu verður 25,5% í stað 7% frá og með 1. maí 2013, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var fjölmiðlum í dag. Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra kynnti frumvarpið fyrir fjölmiðlamönnum klukkan ellefu í morgun. Áætlað er að þetta skili ríkissjóði 2,6 milljörðum króna í viðbótartekjur á næsta ári. 11. september 2012 16:00
Skattlagning á neftóbak tvöfölduð Í nýbirtu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að skattlagning á neftóbak verði tvöfölduð. Skattlagning á neftóbak hingað til er talin hafa verið óeðlilega lág samanborið við annað tóbak. 11. september 2012 16:00
Fjárlög kynnt á Alþingi í dag Fjárlagafrumvarp ársins 2013 verður lagt fram og kynnt á fyrsta degi haustþings í dag. 11. september 2012 06:00