Viðskipti innlent

Lengsta veikingartímabil krónunnar frá árinu1999

Gengi krónunnar hefur nú veikst í 20 daga í röð og er það lengsta tímabil veikingar á krónunni frá árinu 1999.

Þetta kemur fram í umfjöllun á Bloomberg fréttaveitunni. Þar segir að þessi veiking krónunnar sýni að undirliggjandi vandamál tengd gjaldeyrishöftunum séu hvergi horfin.

Rætt er við Pétur Einarsson forstjóra Straums fjárfestingarbanka sem segir að Íslendingar séu enn með höfuðið stungið í sandinn þegar kemur að krónunni og höftunum. Svo virðist sem íslenskir stjórnmálamenn forðist að taka á vandamálinu og vonist til þess að einhver töfralausn muni leysa það.

Þá segir Pétur að krónan sé stöðugt undir þrýstingi vegna mikilla skulda í erlendum gjaldmiðlum og aflandskrónustaflans svokallaða. Pétur telur að krónan sé of hátt skráð miðað við núverandi kringumstæður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×