Dæmdir menn krefjast aðgerða gegn Íslendingum 14. september 2012 10:44 Friðrik Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ segir að það séu dæmdir menn sem helst krefjist aðgerða gegn Íslendingum vegna makrílveiðanna. Hér á hann við Skota og Íra sem hafa verið einn stórtækastir í ólöglegum veiðum á makríl og hlotið háar sektir fyrir. Þetta kemur fram á vefsíðu LÍÚ þar sem fjallað er um málið. „Það eina sem Evrópusambandinu er heimilt að gera er að beita löndunarbanni á íslensk fiskiskip sem eru á makrílveiðum en allar aðgerðir umfram þær, s.s. innflutningsbann eða slíkt er skýrt brot gegn EES-samningnum, segir Friðrik Arngrímsson á vefsíðunni. Nokkur umræða hefur verið um samþykktina í fjölmiðlum síðasta sólarhring og hafa fallið mörg stór orð um hversu víðtækar aðgerðir ESB kunna að verða. Tilskipunin sem Evrópuþingið samþykkti er almenns eðlis og beinist því ekki eingöngu gegn Íslendingum, heldur öllum ríkjum sem talin eru stunda ofveiði á sameiginlegum fiskistofnum. Þá tekur hún eingöngu til þeirra tegunda sem talið er að séu ofveiddar og annars afla sem veiddur er í sömu veiðiferð. Því er ekki hægt að halda því fram að innflutningsbann verði sett á allar íslenskar sjávarafurðir á grundvelli þessarar tilskipunnar. „Þá er fráleitt að tala um að Íslendingar stundi ofveiði þar sem Norðmenn og ESB sem veiða 90% af ráðlögðum kvóta. Ísland á allan rétt til veiða á stofnum innan íslensku lögsögunnar. Við höfum ítrekað lagt fram tillögur um að allir dragi úr veiðum svo ekki verði veitt umfram ráðgjöf. En þá þurfum við auðvitað að fá sanngjarnan hlut eins og aðrir. Þá er mikilvægt að það fari fram endurmat á makrílstofninum því gera má ráð fyrir að stofninn sé mun stærri en mælingar vísindamanna benda til," segir Friðrik. „Vitað er að Evrópusambandið og Noregur stunduðu stórfelldar veiðar umfram útgefinn kvóta og var aflanum landað framhjá vigt. Þetta hefur skekkt mynd vísindamanna af stofnstærðinni og þarf að endurskoða. Skotar og Írar, sem voru einna stórtækastir í þessari svörtu atvinnustarfsemi, hafa nú verið dæmdir til að greiða háar sektir fyrir þetta athæfi. Þeir fara nú fremstir í flokki þeirra sem krefjast ólögmætra aðgerða gegn veiðum okkar Íslendinga, segir Friðrik. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Friðrik Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ segir að það séu dæmdir menn sem helst krefjist aðgerða gegn Íslendingum vegna makrílveiðanna. Hér á hann við Skota og Íra sem hafa verið einn stórtækastir í ólöglegum veiðum á makríl og hlotið háar sektir fyrir. Þetta kemur fram á vefsíðu LÍÚ þar sem fjallað er um málið. „Það eina sem Evrópusambandinu er heimilt að gera er að beita löndunarbanni á íslensk fiskiskip sem eru á makrílveiðum en allar aðgerðir umfram þær, s.s. innflutningsbann eða slíkt er skýrt brot gegn EES-samningnum, segir Friðrik Arngrímsson á vefsíðunni. Nokkur umræða hefur verið um samþykktina í fjölmiðlum síðasta sólarhring og hafa fallið mörg stór orð um hversu víðtækar aðgerðir ESB kunna að verða. Tilskipunin sem Evrópuþingið samþykkti er almenns eðlis og beinist því ekki eingöngu gegn Íslendingum, heldur öllum ríkjum sem talin eru stunda ofveiði á sameiginlegum fiskistofnum. Þá tekur hún eingöngu til þeirra tegunda sem talið er að séu ofveiddar og annars afla sem veiddur er í sömu veiðiferð. Því er ekki hægt að halda því fram að innflutningsbann verði sett á allar íslenskar sjávarafurðir á grundvelli þessarar tilskipunnar. „Þá er fráleitt að tala um að Íslendingar stundi ofveiði þar sem Norðmenn og ESB sem veiða 90% af ráðlögðum kvóta. Ísland á allan rétt til veiða á stofnum innan íslensku lögsögunnar. Við höfum ítrekað lagt fram tillögur um að allir dragi úr veiðum svo ekki verði veitt umfram ráðgjöf. En þá þurfum við auðvitað að fá sanngjarnan hlut eins og aðrir. Þá er mikilvægt að það fari fram endurmat á makrílstofninum því gera má ráð fyrir að stofninn sé mun stærri en mælingar vísindamanna benda til," segir Friðrik. „Vitað er að Evrópusambandið og Noregur stunduðu stórfelldar veiðar umfram útgefinn kvóta og var aflanum landað framhjá vigt. Þetta hefur skekkt mynd vísindamanna af stofnstærðinni og þarf að endurskoða. Skotar og Írar, sem voru einna stórtækastir í þessari svörtu atvinnustarfsemi, hafa nú verið dæmdir til að greiða háar sektir fyrir þetta athæfi. Þeir fara nú fremstir í flokki þeirra sem krefjast ólögmætra aðgerða gegn veiðum okkar Íslendinga, segir Friðrik.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira