Gistinætur á hótelum í júlí voru 254.900 samanborið við 227.500 í júlí í fyrra. Gistinætur erlendra gesta voru um 90% af heildarfjölda gistinátta í júlí en gistinóttum þeirra fjölgaði um 13% samanborið við júlí 2011. Á sama tíma fjölgaði gistinóttum Íslendinga um 8%.
Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar, Þar segir að gistinóttum á hótelum fjölgaði í öllum landshlutum. Á höfuðborgarsvæðinu voru 154.100 gistinætur eða um 14% fleiri en í júlí 2011.
Á Suðurlandi voru 37.900 gistinætur á hótelum í júlí sem er rúmlega 10% aukning samanborið við fyrra ár. Á Norðurlandi fjölgaði gistinóttum um 10%, voru 28.300 samanborið við 25.800 í júlí 2011.
Á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða fjölgaði gistinóttum einnig um 10% en þar var fjöldi gistinátta 11.700. Gistinætur á Austurlandi voru 12.700 og fjölgaði um rúm 7%. Gistinætur á Suðurnesjum voru 10.200 eða um 6% fleiri en í júlí 2011.
Gistinætur á hótelum fyrstu sjö mánuði ársins 2012 voru 1.026.100 en voru 866.900 fyrir sama tímabil árið 2011. Á þessu tímabili hefur gistinóttum erlendra gesta fjölgað um 20% á meðan gistinóttum Íslendinga hefur fjölgað um 11%.
Gistinóttum fjölgaði um 12% milli ára í júlí

Mest lesið

Hætta við yfirtökuna
Viðskipti innlent

Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig
Viðskipti innlent

Falsaði fleiri bréf
Viðskipti innlent

Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn
Viðskipti innlent


Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn
Atvinnulíf

Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins
Viðskipti innlent

Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova
Viðskipti innlent