Icelandair flutti 271 þúsund farþega í millilandaflugi í ágúst eða fleiri en nokkru sinni fyrr í þeim mánuði í sögu félagsins. Þetta var aukning upp á 9% miðað við sama mánuð í fyrra.
Þetta kemur fram í flutningstölum frá félaginu fyrir ágústmánuð. Sætanýting nam 84,9% samanborið við 85,3% í ágúst í fyrra. Farþegum fjölgaði mest á N-Atlantshafsmarkaðinum eða um 19% og voru þeir 50% af farþegum félagsins.
Farþegar í innanlands- og Grænlandsflugi voru 36,9 þúsund í ágúst sem er lækkun um 3% á milli ára. Sætanýting nam 69,3% og dróst saman um 4,9 prósentustig á milli ára.
Fraktflutningar félagsins jukust um 5% á milli ára. Framboð á gistinóttum hjá hótelum félagsins jókst um 5% frá ágúst á síðasta ári. Herbergjanýting var 88,1% og var 5,8 prósentustigum hærri en í ágúst í fyrra.
Icelandair sló aftur met í fjölda farþega

Mest lesið

Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn
Viðskipti erlent



Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent




Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn
Viðskipti innlent


Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa
Viðskipti erlent