Landsbankabónus í sjálfheldu Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. september 2012 19:42 Algjör óvissa er um hvernig kaupréttarkerfi starfsmanna Landsbankans verður útfært. Rætt hefur verið um það innan Landsbankans að kaupréttirnir, sem nú eru nálægt því að vera þriggja milljarða króna virði, dreifist á alla starfsmenn bankans. Hinn 15. desember 2009 var gert samkomulag á milli slitastjórnar Landsbanka Íslands hf. þ.e gamla bankans, fjármálaráðuneytisins fyrir hönd ríkissjóðs og Landsbankans um að hluti hlutabréfa í Landsbankanum sem slitastjórn gamla bankans heldur nú á, myndi stofn fyrir kaupaukakerfi sem næði til allra starfsmanna og kæmi til framkvæmda á löngum tíma. Sá hlutur í Landsbankanum sem á að mynda stofn undir þetta kaupaukakerfi var orðinn eitt og hálft prósent af öllu hlutafé bankans um mitt þetta ár. Miðað við virði Landsbankans er verðmæti hlutarins um 3,2 milljarðar króna. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að það hafi verið rætt innan bankaráðs Landsbankans að kaupaukakerfið dreifist á alla starfsmenn, en gengið var út frá því í fjármálaráðuneytinu á sínum tíma þegar skrifað var undir samkomulagið. Ef þessi hlutabréfeign myndi dreifast jafnt væru þetta hlutabréf sem eru þriggja milljóna króna virði á hvern einasta starfsmann, en um eitt þúsund vinna hjá Landsbankanum. Heimildir fréttastofu herma að málið sé hins vegar í algjörri sjálfheldu í augnablikinu. Í fyrsta lagi kemur fram í starfskjarastefnu bankans að tillögur að slíku kerfi og tilheyrandi breytingum á starfskjarastefnu skulu lagðar fyrir sérstakan hluthafafund. Fram að því sé bankaráði ekki heimilt að samþykkja slíkt kerfi. Á hluthafafundi þyrfti fulltrúi stærsta hluthafans, eiganda 82 prósents hlutafjár, sem er ríkið, að greiða atkvæði með tillögunni. Þá kemur fram í reglum Fjármálaeftirlitsins um kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja að greiðslur vegna kaupréttar geti aldrei numið hærra hlutfalli en 25 prósentum af heildarlaunagreiðslum starfsmanns. Bara þetta ákvæði útilokar þá útfærslu að láta alla starfsmenn njóta góðs af kaupréttarkerfinu því 3 milljónir króna eru meira en fjórðungur af heildarlaunum meginþorra almennra starfsmanna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er málið í algjörri biðstöðu innan bankans og engin ákvörðun verið tekin um að leggja fyrir hlutahafafund breytingar á starfskjarastefnu bankans, en næsti aðalfundur bankans er í mars á næsta ári. Þá fengust þær upplýsingar hjá Bankasýslu ríkisins að stofnunin myndi ekki taka afstöðu til slíkrar tillögu nema hún yrði lögð fram og ekki lægi því fyrir hvort fulltrúar stofnunarinnar myndu styðja hana. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Algjör óvissa er um hvernig kaupréttarkerfi starfsmanna Landsbankans verður útfært. Rætt hefur verið um það innan Landsbankans að kaupréttirnir, sem nú eru nálægt því að vera þriggja milljarða króna virði, dreifist á alla starfsmenn bankans. Hinn 15. desember 2009 var gert samkomulag á milli slitastjórnar Landsbanka Íslands hf. þ.e gamla bankans, fjármálaráðuneytisins fyrir hönd ríkissjóðs og Landsbankans um að hluti hlutabréfa í Landsbankanum sem slitastjórn gamla bankans heldur nú á, myndi stofn fyrir kaupaukakerfi sem næði til allra starfsmanna og kæmi til framkvæmda á löngum tíma. Sá hlutur í Landsbankanum sem á að mynda stofn undir þetta kaupaukakerfi var orðinn eitt og hálft prósent af öllu hlutafé bankans um mitt þetta ár. Miðað við virði Landsbankans er verðmæti hlutarins um 3,2 milljarðar króna. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að það hafi verið rætt innan bankaráðs Landsbankans að kaupaukakerfið dreifist á alla starfsmenn, en gengið var út frá því í fjármálaráðuneytinu á sínum tíma þegar skrifað var undir samkomulagið. Ef þessi hlutabréfeign myndi dreifast jafnt væru þetta hlutabréf sem eru þriggja milljóna króna virði á hvern einasta starfsmann, en um eitt þúsund vinna hjá Landsbankanum. Heimildir fréttastofu herma að málið sé hins vegar í algjörri sjálfheldu í augnablikinu. Í fyrsta lagi kemur fram í starfskjarastefnu bankans að tillögur að slíku kerfi og tilheyrandi breytingum á starfskjarastefnu skulu lagðar fyrir sérstakan hluthafafund. Fram að því sé bankaráði ekki heimilt að samþykkja slíkt kerfi. Á hluthafafundi þyrfti fulltrúi stærsta hluthafans, eiganda 82 prósents hlutafjár, sem er ríkið, að greiða atkvæði með tillögunni. Þá kemur fram í reglum Fjármálaeftirlitsins um kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja að greiðslur vegna kaupréttar geti aldrei numið hærra hlutfalli en 25 prósentum af heildarlaunagreiðslum starfsmanns. Bara þetta ákvæði útilokar þá útfærslu að láta alla starfsmenn njóta góðs af kaupréttarkerfinu því 3 milljónir króna eru meira en fjórðungur af heildarlaunum meginþorra almennra starfsmanna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er málið í algjörri biðstöðu innan bankans og engin ákvörðun verið tekin um að leggja fyrir hlutahafafund breytingar á starfskjarastefnu bankans, en næsti aðalfundur bankans er í mars á næsta ári. Þá fengust þær upplýsingar hjá Bankasýslu ríkisins að stofnunin myndi ekki taka afstöðu til slíkrar tillögu nema hún yrði lögð fram og ekki lægi því fyrir hvort fulltrúar stofnunarinnar myndu styðja hana.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira