Hefur gert samkomulag við hundruð fyrirtækja vegna skattskulda Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. september 2012 18:44 Tollstjóraembættið Tryggvagötu. Embætti tollstjóra hefur gert samkomulag við hundruð fyrirtækja sem skulda opinber gjöld og eru dæmi um fyrirtæki sem skulda marga tugi milljóna króna vörsluskatta en hafa ekki þurft að þola stöðvun atvinnurekstrar. Tollstjóri hefur ekki beitt stöðvun á nein fyrirtæki frá árinu 2009 vegna tilmæla fjármálaráðuneytisins. Stöðvun atvinnurekstrar er heimil þegar skattar og opinber gjöld eru í vanskilum. Hér er um að ræða tekjuskatta, tryggingargjald og virðisaukaskatt, svo eitthvað sé nefnt. Ekki þarf að fjölyrða um hversu alvarleg vanhöld á greiðslu opinberra gjalda eru, en um er að ræða hegningarlagabrot sem getur varðað allt að sex ára fangelsi. Innheimtumönnum ríkissjóðs, eins og tollstjóra og sýslumönnum víða um land, er heimilt að beita þessu úrræði, en ekki skylt. Fyrir bankahrunið var þessu úrræði gjarnan beitt en lögregla gerir þetta að beiðni tollstjóra með því að innsigla starfsstöðvar fyrirtækis. Snorri Olsen, tollstjóri, sagði í samtali við fréttastofu að embættið hefði nú ekki beitt þessu úrræði í rúm þrjú ár. Í þrjú ár hafa semsagt engar starfsstöðvar fyrirtækja verið innsiglaðar. Snorri sagði að árið 2009 hafi komið tilmæli frá fjármálaráðuneytinu um að beita ekki hörðustu aðgerðum. Og eftir það hafi lokunaraðgerðum ekkert verið beitt. Fyrst á þessu ári hafi embættið farið að tilkynna skuldurum á ný að lokað yrði á atvinnustarfsemi ef ekki yrði greitt en engum starfsstöðvum hafi hins vegar verið lokað. Tollstjóraembættið hefur farið þá leið að gera samkomulag við fyrirtæki sem skulda opinber gjöld, en Snorri sagði að frá árinu 2009 hefði embættið gert hundruð slíkra samninga. Dæmi eru um fyrirtæki sem skulda tugi milljóna króna í vörsluskatta eins og virðisaukaskatt en hafa ekki þurft að þola stöðvun atvinnurekstrar á grundvelli samkomulags um greiðsluáætlun við tollstjóraembættið. Ekki fengust upplýsingar um hversu há skattskuld þessara fyrirtækja er samtals. Í lok mars 2010 voru samþykkt lög þess efnis að lögaðilar og einstaklingar í atvinnurekstri sem voru í vanskilum með skatta og önnur opinber gjöld sem höfðu gjaldfallið fyrir 1. janúar 2010 gátu sótt um frest til greiðsluuppgjörs á þeim vanskilum til tollstjóra. Snorri Olsen sagði að gríðarlega mörg fyrirtæki hefðu nýtt sér þetta úrræði og en hann sagði þetta dæmi um lagasetningu sem hafi heppnast mjög vel á erfiðum tímum. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Embætti tollstjóra hefur gert samkomulag við hundruð fyrirtækja sem skulda opinber gjöld og eru dæmi um fyrirtæki sem skulda marga tugi milljóna króna vörsluskatta en hafa ekki þurft að þola stöðvun atvinnurekstrar. Tollstjóri hefur ekki beitt stöðvun á nein fyrirtæki frá árinu 2009 vegna tilmæla fjármálaráðuneytisins. Stöðvun atvinnurekstrar er heimil þegar skattar og opinber gjöld eru í vanskilum. Hér er um að ræða tekjuskatta, tryggingargjald og virðisaukaskatt, svo eitthvað sé nefnt. Ekki þarf að fjölyrða um hversu alvarleg vanhöld á greiðslu opinberra gjalda eru, en um er að ræða hegningarlagabrot sem getur varðað allt að sex ára fangelsi. Innheimtumönnum ríkissjóðs, eins og tollstjóra og sýslumönnum víða um land, er heimilt að beita þessu úrræði, en ekki skylt. Fyrir bankahrunið var þessu úrræði gjarnan beitt en lögregla gerir þetta að beiðni tollstjóra með því að innsigla starfsstöðvar fyrirtækis. Snorri Olsen, tollstjóri, sagði í samtali við fréttastofu að embættið hefði nú ekki beitt þessu úrræði í rúm þrjú ár. Í þrjú ár hafa semsagt engar starfsstöðvar fyrirtækja verið innsiglaðar. Snorri sagði að árið 2009 hafi komið tilmæli frá fjármálaráðuneytinu um að beita ekki hörðustu aðgerðum. Og eftir það hafi lokunaraðgerðum ekkert verið beitt. Fyrst á þessu ári hafi embættið farið að tilkynna skuldurum á ný að lokað yrði á atvinnustarfsemi ef ekki yrði greitt en engum starfsstöðvum hafi hins vegar verið lokað. Tollstjóraembættið hefur farið þá leið að gera samkomulag við fyrirtæki sem skulda opinber gjöld, en Snorri sagði að frá árinu 2009 hefði embættið gert hundruð slíkra samninga. Dæmi eru um fyrirtæki sem skulda tugi milljóna króna í vörsluskatta eins og virðisaukaskatt en hafa ekki þurft að þola stöðvun atvinnurekstrar á grundvelli samkomulags um greiðsluáætlun við tollstjóraembættið. Ekki fengust upplýsingar um hversu há skattskuld þessara fyrirtækja er samtals. Í lok mars 2010 voru samþykkt lög þess efnis að lögaðilar og einstaklingar í atvinnurekstri sem voru í vanskilum með skatta og önnur opinber gjöld sem höfðu gjaldfallið fyrir 1. janúar 2010 gátu sótt um frest til greiðsluuppgjörs á þeim vanskilum til tollstjóra. Snorri Olsen sagði að gríðarlega mörg fyrirtæki hefðu nýtt sér þetta úrræði og en hann sagði þetta dæmi um lagasetningu sem hafi heppnast mjög vel á erfiðum tímum. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira