Sjaldan fellur eplið ... Trausti Júlíusson skrifar 7. febrúar 2012 10:45 Tree of Life. Herbertson. „Long live love/long live life/long live happiness/and may all your dreams come true". Svona hljómar viðlagið í Long Live The King á plötunni Tree of Life með Herbertson, hljómsveit þeirra feðga Herberts Guðmundssonar og Svans Herbertssonar sem áttu einmitt lag í Eurovision-forkeppninni um daginn. Tree of Life kom út seint á síðasta ári og, eins og fyrrnefnt viðlag er dæmi um, er hún full af jákvæðum og uppbyggjandi boðskap. Feðgarnir semja öll lög og texta á plötunni, saman eða í hvor í sínu lagi. Þeir flytja líka tónlistina, Herbert syngur bróðurpart laganna, en Svanur spilar á hljómborð og syngur afganginn. Auk þeirra koma nokkrir þungavigtarmenn úr íslensku popplífi við sögu, þeir Magnús Þór Sigmundsson, Jóhann Helgason, Haraldur Þorsteinsson, Tryggvi Hübner, Gulli Briem og Stefán Magnússon. Herbert er þekktur fyrir vandlega útsett og hljómmikið popp. Hann sprakk út á níunda áratugnum og tónlistin á nýju plötunni byggir á sama grunni og plötur Herberts frá þeim tíma, þó að hljómurinn hafi verið uppfærður. Svanur hefur greinilega fengið tónlistarhæfileikana frá föður sínum. Hann sýnir það hér að hann er bæði góður söngvari og ágætur höfundur. Þó að lagasmíðarnar séu missterkar, þá er Lífstréð á heildina litið fín plata, sem aðdáendur Herberts ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Niðurstaða: Feðgarnir Herbert og Svanur með fína poppplötu. Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Tree of Life. Herbertson. „Long live love/long live life/long live happiness/and may all your dreams come true". Svona hljómar viðlagið í Long Live The King á plötunni Tree of Life með Herbertson, hljómsveit þeirra feðga Herberts Guðmundssonar og Svans Herbertssonar sem áttu einmitt lag í Eurovision-forkeppninni um daginn. Tree of Life kom út seint á síðasta ári og, eins og fyrrnefnt viðlag er dæmi um, er hún full af jákvæðum og uppbyggjandi boðskap. Feðgarnir semja öll lög og texta á plötunni, saman eða í hvor í sínu lagi. Þeir flytja líka tónlistina, Herbert syngur bróðurpart laganna, en Svanur spilar á hljómborð og syngur afganginn. Auk þeirra koma nokkrir þungavigtarmenn úr íslensku popplífi við sögu, þeir Magnús Þór Sigmundsson, Jóhann Helgason, Haraldur Þorsteinsson, Tryggvi Hübner, Gulli Briem og Stefán Magnússon. Herbert er þekktur fyrir vandlega útsett og hljómmikið popp. Hann sprakk út á níunda áratugnum og tónlistin á nýju plötunni byggir á sama grunni og plötur Herberts frá þeim tíma, þó að hljómurinn hafi verið uppfærður. Svanur hefur greinilega fengið tónlistarhæfileikana frá föður sínum. Hann sýnir það hér að hann er bæði góður söngvari og ágætur höfundur. Þó að lagasmíðarnar séu missterkar, þá er Lífstréð á heildina litið fín plata, sem aðdáendur Herberts ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Niðurstaða: Feðgarnir Herbert og Svanur með fína poppplötu.
Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira