Víglundur: Arion gerði lista yfir fyrirtæki til að hafa ávinning af Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. ágúst 2012 14:08 Víglundur Þorsteinsson og Sigurður G. Guðjónsson á blaðamannafundi í dag. mynd/ valli. Ljóst er að skuldunautum Arion banka var mismunað í uppgjöri við bankann eftir efnahagshrunið, segir Víglundur Þorsteinsson, fyrrverandi forstjóri BM Vallár. Hann segir að stjórnvöld hafi ekki farið eftir reglum neyðarlaganna, sem ríkisstjórn Geirs H. Haarde. Líklegt sé að ráðherrar í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar, einstakir starfsmenn nýju bankanna og skilanefnda hafi gerst brotlegir við ýmis ákvæði íslenskra laga. Víglundur boðaði til blaðamannafundar á Höfðatorgi klukkan hálftvö í dag þar sem hann ræddi stöðu mála. „Í skýrslu fjármálaráðherra um endurreisn viðskiptabankanna, sem birt var í mars 2011 er lýst atburðarás sem stangast á við reglur neyðarlaganna. Þetta varð til þess að undirritaður hóf eftirgrennslan um mál sem fjallað er um í skýrslunni," segir hann. Víglundur segir að eftir að fjármálaráðuneytið neitaði að veita umbeðnar upplýsingar hafi verið leitað til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem hafi synjað sér um aðgang að samningum um endurmat á lánasöfnum sem færð voru úr Kaupþingi hf. yfir í Arionbanka. Úrskurðurinn staðfesti hins vegar að í Arionbanka var gerður listi yfir skuldara sem vinna skyldi á til ávinnings fyrir skilanefndina. „Sú vinna fór fram að frumkvæði og undir verkstjórn ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms. Þá staðfestir úrskurðurinn að á listanum var meðal annarra að finna nafn fyrirtækis míns B.M. Vallár hf," segir hann. Víglundur segir að staða Gamla Kaupþings gagnvart Nýja Kaupþingi hafi verið miklu verri en staða hinna gömlu bankanna samkvæmt skýrslu fjármálaráðherra. Skilanefnd Kaupþings hafi skuldað nýja bankanum 38 milljarða en í hinum bönkunum hafi staðan verið sú að nýju bankarnir skulduðu þeim gömlu. Í skýrslunni sé því lýst hvernig íslenska ríkið afhenti skilanefnd Kaupþings, sem fulltrúa erlendra kröfuhafa, nýja bankann og gefið þeim veiðileyfi á skuldara til að láta þá standa undir skuldum skilanefndarinnar. Til að ná árangri sé ljóst ekkert jafnræði hafi verið gagnvart skuldurum heldur hafi verið sótt að þeim sem fengur var í, einstaklingum jafnt sem fyrirtækjum. Með þessu verklagi sé líklegt að ráðherrar, einstakir starfsmenn nýju bankanna og skilanefndanna hafi gerst brotlegir við ýmis ákvæði íslenskra laga sem refsingar eru lagðar við. Víglundur segir að full ástæða sé til þess að þetta mál verði skoða mun betur og hann hafi þegar óskað skriflega eftir nánari upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu. Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Ljóst er að skuldunautum Arion banka var mismunað í uppgjöri við bankann eftir efnahagshrunið, segir Víglundur Þorsteinsson, fyrrverandi forstjóri BM Vallár. Hann segir að stjórnvöld hafi ekki farið eftir reglum neyðarlaganna, sem ríkisstjórn Geirs H. Haarde. Líklegt sé að ráðherrar í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar, einstakir starfsmenn nýju bankanna og skilanefnda hafi gerst brotlegir við ýmis ákvæði íslenskra laga. Víglundur boðaði til blaðamannafundar á Höfðatorgi klukkan hálftvö í dag þar sem hann ræddi stöðu mála. „Í skýrslu fjármálaráðherra um endurreisn viðskiptabankanna, sem birt var í mars 2011 er lýst atburðarás sem stangast á við reglur neyðarlaganna. Þetta varð til þess að undirritaður hóf eftirgrennslan um mál sem fjallað er um í skýrslunni," segir hann. Víglundur segir að eftir að fjármálaráðuneytið neitaði að veita umbeðnar upplýsingar hafi verið leitað til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem hafi synjað sér um aðgang að samningum um endurmat á lánasöfnum sem færð voru úr Kaupþingi hf. yfir í Arionbanka. Úrskurðurinn staðfesti hins vegar að í Arionbanka var gerður listi yfir skuldara sem vinna skyldi á til ávinnings fyrir skilanefndina. „Sú vinna fór fram að frumkvæði og undir verkstjórn ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms. Þá staðfestir úrskurðurinn að á listanum var meðal annarra að finna nafn fyrirtækis míns B.M. Vallár hf," segir hann. Víglundur segir að staða Gamla Kaupþings gagnvart Nýja Kaupþingi hafi verið miklu verri en staða hinna gömlu bankanna samkvæmt skýrslu fjármálaráðherra. Skilanefnd Kaupþings hafi skuldað nýja bankanum 38 milljarða en í hinum bönkunum hafi staðan verið sú að nýju bankarnir skulduðu þeim gömlu. Í skýrslunni sé því lýst hvernig íslenska ríkið afhenti skilanefnd Kaupþings, sem fulltrúa erlendra kröfuhafa, nýja bankann og gefið þeim veiðileyfi á skuldara til að láta þá standa undir skuldum skilanefndarinnar. Til að ná árangri sé ljóst ekkert jafnræði hafi verið gagnvart skuldurum heldur hafi verið sótt að þeim sem fengur var í, einstaklingum jafnt sem fyrirtækjum. Með þessu verklagi sé líklegt að ráðherrar, einstakir starfsmenn nýju bankanna og skilanefndanna hafi gerst brotlegir við ýmis ákvæði íslenskra laga sem refsingar eru lagðar við. Víglundur segir að full ástæða sé til þess að þetta mál verði skoða mun betur og hann hafi þegar óskað skriflega eftir nánari upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu.
Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur