Hagsmunasamtök heimilanna hafa óskað eftir rannsókn á því hvort auglýsingar Íslandsbanka um „vaxtagreiðsluþak óverðtryggðra húsnæðislána" samræmist lögum um neytendalán og fjárfestavernd.
Hagsmunasamtökin telja að umrædd lán séu flóknar fjármálaafurðir sem eigi ekki að bjóða almennum neytendum.
Notkun hugtaksins „vaxtagreiðsluþak" gefur í skyn að hámark sé á þeim breytilegu vöxtum sem lánin geta borið. Hagsmunasamtökin telja í raun ekki um neina hámarksvexti að ræða. Neytendur velji sjálfir þakið en ef fjármálafyrirtækið hækkar vextina síðar umfram hið svokallaða þak safnist umframvextir upp og leggist við höfuðstól lánsins árlega.
Þannig getur vaxtakostnaður orðið ófyrirsjáanlegur í framtíðinni. „Ómögulegt er að átta sig á hvernig slíkt lán muni hegða sér þegar breytilegir vextir kunna síðar að bætast við höfuðstól og ofan á þá leggjast svo fyrirfram óþekktir vaxtavextir, og vextir líka á þá, allir misjafnlega háir," segir í tilkynningu.
Hagsmunasamtökin segja þetta ólíkt því sem gildir um einföld óverðtryggð lán sem algeng eru í nágrannalöndum okkar. Því hafa þau beint erindum um rannsókn til Neytendastofu, Fjármálaeftirlitsins, Talsmanns neytenda og Umboðsmanns skuldara.
Telja "vaxtagreiðsluþakið“ ólöglegt
BBI skrifar

Mest lesið

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Búast við tveggja milljarða tapi
Viðskipti innlent

„Þær eru bara of dýrar“
Neytendur

Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur
Viðskipti innlent

Orri til liðs við Íslandsbanka
Viðskipti innlent

Samruninn muni taka langan tíma
Viðskipti innlent


Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair
Viðskipti innlent


Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði
Viðskipti innlent
Fleiri fréttir
