Innlent

Strætó fær samkeppni á leiðinni til Akureyrar

BBI skrifar
Fyrirtækið Sterna / Bílar og fólk ehf. mun halda uppi hópferðaakstri milli Reykjavíkur og Akureyrar þrátt fyrir að Strætó bs hefji áætlanaferðir á leiðinni þann 2. september. Fyrirtækið hefur ekið milli staðanna síðustu sex ár og ætlar ekki að láta Strætó slá sig út af borðinu. Þetta kemur fram á vef Skessuhorns.

Eins og Vísir sagði frá í vikunni mun Strætó bs aka milli Reykjavíkur og Akureyrar tvisvar sinnum á dag í vetur. Það verður í fyrsta sinn í sögunni. Sterna / Bílar og fólk ehf. mun sjá til þess að samkeppni muni ríkja á leiðinni. „Þessa dagana erum við í samningaviðræðum við aðila sem ekki geta nýtt sér boðaðar áætlunarferðir Strætó bs," segir Óskar Stefánsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins í viðtali við Skessuhorn.

Áætlunarferðir Sterna / Bílar og fólks ehf. verða frá Reykjavík og Akureyrir klukkan 8:30 á morgnanna líkt og tíðkast hefur síðustu ár.


Tengdar fréttir

Strætó til Akureyrar í fyrsta sinn

Strætó mun ganga frá Reykjavík til Akureyrar frá og með 2. september næstkomandi. Það verður í fyrsta sinn sem strætisvagnar ganga þá leið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×