Vildu ekki vera í sporum þeirra sem fá stefnuna eftir réttarhlé BBI skrifar 23. ágúst 2012 21:56 Málin verða rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Aðilar að einu af þeim tveimur prófmálum vegna gengislánanna sem búið er að þingfesta þakka fyrir að hafa fengið stefnuna í hendur fyrir réttarhléð. Þeir vildu ekki vera í sporum þeirra sem fá stefnuna í hendur eftir réttarhlé og hafa 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir fyrirtökuna. Stefnan í umræddu máli er 28 síður og til viðbótar eru 75 bls af fylgiskjölum. Til að undirbúa málsvörnina þarf að fá sérfræðinga til að reikna út allar kröfur fjármálafyrirtækisins, sem eru níu talsins, ein aðalkrafa og átta varakröfur. Þá þarf löggildan skjalaþýðanda til að þýða nýfallna dóma Evrópudómstóls í lánamálum. Og allt hefði þetta átt að gerast á undraskömmum tíma en vegna þess að viðkomandi aðilar hafa haft sumarið til að undirbúa sig geta þeir rekið málið almennilega. „Við hefðum ekki haft möguleika á að vinna þetta á 2-3 vikum. Núna eftir sjö vikur erum við rétt að komast í gegnum þetta,“ segja viðkomandi aðilar. Prófmálin eru í heild ellefu en aðeins tvö hafa verið þingfest. Þau munu fá flýtimeðferð í dómskerfinu og því munu skuldararnir hafa takmarkaðan tíma til að undirbúa sig. Fjármálafyrirtækin hafa aftur á móti fengið marga mánuði til að vinna að kröfugerð sinni eins og gefur að skilja. „Ég er alveg sammála því að það skiptir máli að flýta þessu eins og hægt er. En það verður samt að leyfa fólki að vinna þetta almennilega," segir aðili að málinu sem hefur verið þingfest. Hann hefur áhyggjur af því að skuldararnir í hinum málunum nái ekki að undirbúa sig nægjanlega vel vegna flýtimeðferðarinnar. „Því þessi dómsmál skipta mjög miklu máli fyrir rosalega marga," segir aðilinn og telur mikilvægt að skuldarar í öllum málunum fari fram á þann greinargerðarfrest sem nauðsynlegur er. „Það er ekkert fyrir hvaða lögfræðing sem er að taka svona mál á tveimur þremur vikum."Samtök lánþega taka undir Guðmundur Andri Skúlason, formaður Samtaka lánþega, tekur undir þessar áhyggjur. Hann segist finna fyrir of mikilli tímapressu. „Það sem er sérstaklega alvarlegt er að við höfum heyrt af því að einhverjir skuldaranna séu ekki enn komnir með lögmann. Þá mun viðkomandi þurfa að setja sig inn í allt málið á allt of skömmum tíma," segir hann. Það gæti skilað sér í niðurstöðu dómsins. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Aðilar að einu af þeim tveimur prófmálum vegna gengislánanna sem búið er að þingfesta þakka fyrir að hafa fengið stefnuna í hendur fyrir réttarhléð. Þeir vildu ekki vera í sporum þeirra sem fá stefnuna í hendur eftir réttarhlé og hafa 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir fyrirtökuna. Stefnan í umræddu máli er 28 síður og til viðbótar eru 75 bls af fylgiskjölum. Til að undirbúa málsvörnina þarf að fá sérfræðinga til að reikna út allar kröfur fjármálafyrirtækisins, sem eru níu talsins, ein aðalkrafa og átta varakröfur. Þá þarf löggildan skjalaþýðanda til að þýða nýfallna dóma Evrópudómstóls í lánamálum. Og allt hefði þetta átt að gerast á undraskömmum tíma en vegna þess að viðkomandi aðilar hafa haft sumarið til að undirbúa sig geta þeir rekið málið almennilega. „Við hefðum ekki haft möguleika á að vinna þetta á 2-3 vikum. Núna eftir sjö vikur erum við rétt að komast í gegnum þetta,“ segja viðkomandi aðilar. Prófmálin eru í heild ellefu en aðeins tvö hafa verið þingfest. Þau munu fá flýtimeðferð í dómskerfinu og því munu skuldararnir hafa takmarkaðan tíma til að undirbúa sig. Fjármálafyrirtækin hafa aftur á móti fengið marga mánuði til að vinna að kröfugerð sinni eins og gefur að skilja. „Ég er alveg sammála því að það skiptir máli að flýta þessu eins og hægt er. En það verður samt að leyfa fólki að vinna þetta almennilega," segir aðili að málinu sem hefur verið þingfest. Hann hefur áhyggjur af því að skuldararnir í hinum málunum nái ekki að undirbúa sig nægjanlega vel vegna flýtimeðferðarinnar. „Því þessi dómsmál skipta mjög miklu máli fyrir rosalega marga," segir aðilinn og telur mikilvægt að skuldarar í öllum málunum fari fram á þann greinargerðarfrest sem nauðsynlegur er. „Það er ekkert fyrir hvaða lögfræðing sem er að taka svona mál á tveimur þremur vikum."Samtök lánþega taka undir Guðmundur Andri Skúlason, formaður Samtaka lánþega, tekur undir þessar áhyggjur. Hann segist finna fyrir of mikilli tímapressu. „Það sem er sérstaklega alvarlegt er að við höfum heyrt af því að einhverjir skuldaranna séu ekki enn komnir með lögmann. Þá mun viðkomandi þurfa að setja sig inn í allt málið á allt of skömmum tíma," segir hann. Það gæti skilað sér í niðurstöðu dómsins.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira